is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7391

Titill: 
  • Viðtengingarháttur: Lifandi eða dauður? Rannsókn á notkun viðtengingarháttar í íslensku nútímamáli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér er farið yfir rannsókn sem höfundur verkefnis gerði í september-desember árið 2010. Kannað var hvort viðtengingarháttar biðu sömu örlög í íslensku og í öðrum norðurlandamálum, þar sem hann er horfinn nema í nokkrum steingerðum orðatiltækjum. Þátttakendur voru annars vegar fæddir 1996 og komu úr 9. bekkjum víðs vegar um landið, þ.e. 13-14 ára unglingar og hins vegar var samanburðarhópur sem samanstóð af þátttakendum fæddum 1960 og fyrr, þ.e. 50 ára og eldri. Próf var samið og lagt fyrir þátttakendur. Í því voru eyðufyllingar, matsspurningar og fjölvalsspurningar sem prófuðu kunnáttu þátttakenda í viðtengingarhætti, auk fylliefnis. Svör þátttakenda voru slegin inn í SPSS og svo var unnið úr þeim tölfræðilega.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að tilfinning yngri hópsins fyrir viðtengingarhætti sé mun minni en eldri hópsins. Í langflestum spurningum var marktækur munur á svörum eftir aldri og í nokkrum þeirra var mjög afgerandi munur. Í frjálsri eyðufyllingu setur stór hluti yngri hópsins framsöguhátt þátíðar í stað viðtengingarháttar þátíðar. Þegar munur milli sagna var skoðaður kom í ljós að tvær ástæður virtust einkum vera fyrir mismunandi hlutfalli milli sagna. Það hversu mikið sögnin er notuð í málinu (svonefnd „hagfræði málsins“) og einnig hversu reglulega hún beygist. Þannig var minnstur munur á milli svara yngri og eldri hóps í veikum sögnum og mestur í sterkum sögnum með hljóðverptum viðtengingarhætti og núþálegum lítið notuðum sögnum. Þegar niðurstöður yngri hópsins voru skoðaðar eftir kynjum kom í ljós að það var ekki mikill munur milli kynja, en þó áttu fleiri stúlkur í vandræðum með viðtengingarháttt í flestum sögnum. Það ásamt fleiru bendir til að um nýlega málbreytingu sé að ræða.

Samþykkt: 
  • 21.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7391


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerd.pdf987.94 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
forsida-BAritgerd.pdf33.71 kBOpinnForsíða, ágrip, efnisyfirlitPDFSkoða/Opna