Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7393
Allir sem einhvern áhuga hafa á sögu og menningu liðinna tíma kannast við að fara í kvikmyndahús með bros á vör til að sjá kvikmynd sem fjallar um fólk og menningu sem á sér sögulega fortíð en koma út með þungar brúnir og öfugt bros. Vegna hvers? Vegna þess að aðstandendur kvikmyndarinnar stóðu sig ekki í stykkinu er kom að sögulegri nákvæmni myndarinnar. Eitthvað var ekki rétt, tungumálið var rangt, svona úr var ekki til á þessum tíma eða fötin voru á undan sinni samtíð svo fátt eitt sé nefnt. Svo eru aðrar myndir sem virðast ná tíðarandanum á hárréttan hátt og skilur áhorfandann eftir fullnægðan.
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er víkingakvikmyndir eins og fram kemur hér að ofan og hvernig þessi hópur manna er túlkaður í þeim myndum. Hér verða nokkar misþekktar kvikmyndir grandskoðaðar og rýnt í hitt og þetta er tengist þessari fornu menningu norðanmanna. Farið verður yfir efnistökin og hvernig myndirnar voru valdar. Kvikmyndunum verður lýst, fornleifafræðilegar heimildir skoðaðar í samanburði og ályktanir dregnar af þeim.
Myndirnar halda að grunninum til, tryggð við fornleifafræðilegar heimildir að mestu þó hægt sé að finna undantekningar. Söguþræðirnir hins vegar eru oft á tíðum svo ýktir að varla er hægt að kalla kvikmyndirnar sögulegar. Víkingamyndirnar hafa áhrif á sameiginlegt minni þjóða Vesturlanda, sem þær hafa af víkingum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.A.-ritgerð Víkingar í kvikmyndum.pdf | 499.65 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |