is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7397

Titill: 
 • Þjónustuþarfir einstaklinga með tvíþátta sjúkdómsgreiningu
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þeir sem eru greindir með tvíþátta geðsjúkdómsgreiningu ná síður árangri af áfengis- og vímuefnameðferð en þeir sem eingöngu eiga við áfengis- og/eða vímuefnavandamál að etja. Vegna áfengis- og vímuefnanotkunar þeirra hafa þeir minna gagn af geðlyfjanotkun og hefðbundinni geðmeðferð en þeir sem greindir eru með geðröskun og eiga ekki við áfengis- eða vímuefnavandamál að stríða.
  Áfengis- og vímuefnameðferð á Íslandi hefur verið í hraðri þróun á síðustu áratugum en einstaklingar með tvíþátta eðsjúkdómsgreiningu hafa í takmörkuðum mæli notið góðs af þessum framförum. Til að unnt sé að veita þessum hópi árangursríka meðferð verður að þekkja meðferðar- og þjónustuþarfir
  hans. Tilgangur þessarar rannsóknar er því að greina meðferðarþarfir sjúklinga með tvíþátta sjúkdóm.
  Rannsóknagagna var aflað með spurningalistaviðtölum við 89 sjúklinga sem greindir voru með tvíröskun og lágu inni á Landspítala. Flestir þátttakendur áttu margar innlagnir að baki án þess að hafa náð tilætluðum árangri. Menntunarstig
  sjúklinga með tvíröskun var almennt lægra en almennt gerist og var aðeins helmingur þátttakenda (48.8%) með lengra nám en grunnskólapróf. Atvinnuleysi var mikið og voru 32.6% með atvinnu. Flestir þátttakenda (59.3%) höfðu verið beittir líkamlegu ofbeldi og 27.9% áttu sögu um kynferðislegt ofbeldi. Meira en
  tveir þriðju (68.6%) höfðu reynt sjálfsvíg og rúmur þriðjungur (37.2%) gert fleiri en þrjár tilraunir. Þriðjungur þátttakenda (34.9%) hafði verið tekinn til fanga vegna ofbeldishegðunar. Engin tengsl voru á milli fjölda sjúkdómsgreininga,
  fjölda innlagna og meðferðarheldni eftir útskrift. Einstaklingar með geðklofa voru félagslega verst settir, hugsanlega vegna þess að þeir voru mun yngri en aðrir sjúklingahópar við fyrstu komu á geðdeild. Sjúklingar með persónuleikaröskun voru líklegastir til að vera fórnarlömb ofbeldis og höfðu frekar gert tilraunir til sjálfsvígs. Þeir sem höfðu minni menntun voru í aukinni
  áhættu fyrir endurteknum innlögnum á spítala. Fórnarlömb kynferðisofbeldis,sérstaklega í æsku, höfðu einnig hærri tíðni endurtekinna meðferða. Þessar niðurstöður gefa til kynna að þörf sé á nýrri nálgun í meðferð einstaklinga greindra með tvíröskun. Mikilvægt er að samþætta félagslegan stuðning og
  læknisfræðilega og sálræna meðferð. Einnig þarf að draga úr félagslegri einangrun t.d. með að gefa þessum hópi tækifæri til aukinnar menntunar. Þessi sjúklingahópur er mjög sundurleitur og því er mikilvægt að greina þarfir hvers og eins til að hægt sé að veita árangursríka meðferð.

Samþykkt: 
 • 21.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7397


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð.pdf2.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna