is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rit starfsmanna >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7398

Titill: 
  • Blý í neysluvatni í húsum. Könnun á þremur vatnsveitusvæðum á SV-Íslandi
Útgáfa: 
  • Janúar 2011
Útdráttur: 
  • Blýmengun mældist í neystluvatni á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli á tíunda áratuginum. Vandamálið var leyst með því að blanda varnarefninu sinkorthofosfati (ZOP) í vatnið árið 1999. Allri íblöndun var hætt þegar herstöðin var lögð niður árið 2006. Markmið þessarar rannsóknar var að gera grein fyrir blýmenguninni á Keflavíkurflugvelli og meta núverandi hættu á blýmengun á þessu svæði ásamt þremur öðrum bæjarfélögum á suðvestur horni Íslands. Rannsóknin beindist að því að leita að byggingum með eirlögnum sem lóðaðar voru saman með blýblönduðu tini, en slíkar drykkjarvatnslagnir voru uppspretta mengunarinnar á Keflavíkurflugvelli á sínum tíma. Vatnssýni voru tekin með fyrstu bunu og 6HS aðferðum og greind með ICP-MS massagreini hjá Matís ohf. Blýmagn í öllum vatnssýnum greindist undir undir heilsuverndarmörkum íslensku reglugerðarinnar um neysluvatn. Blýinnihald vatnssýna í Reykjavík og Reykjanesbæ var undir greiningarmörkum mælitækis. Helsta ástæða fyrir mikilli blýmengun á Keflavíkurflugvelli á sínum tíma er talin tengjast ákvæðum herstöðvarinnar um að klór- og flúorbæta neysluvatn sem lauk samstundis og herstöðinni var lokað. Bæta má núverandi eftirlit með neysluvatni á Íslandi með sérkröfum um sýnatöku innan dreifikerfisins beitandi sömu aðferðum og lýst í þessari grein. Einnig mælir rannsóknin með aukinni upplýsingagjöf til neytenda.

  • Lead contamination was detected in the drinking water at the NASKEF military station in Keflavik in the 90's. The problem was mediated by adding Zinkorthophospate (ZOP) to the water. After the military station was discontinued in 2006, all treatment of the water was halted.The aim of this study was to document for the first time in the public domain, information on the drinking water lead pollution in NASKEF and assess the current risks of lead pollution in that area as well as three other communities in Southwestern Iceland. The research focused on identifying buildings with copper tubes soldered with leaded tin, that were the main source of the lead pollution at the military base. Water was sampled with first draw and 6HS methods and analyzed with ICP-MS at Matís ohf. All analyzed samples contained lead contamination well below MCL of the Icelandic regulation on drinking water. In Reykjanesbær and Reykjavík, all samples were below detection limits of the ICP-MS. It is suggested that the reason for the high lead contamination at the NASKEF station, may have been due to the station's requirement of treating the water with Chlorine and Fluoride, which was stopped immediately after the station was closed.Current Icelandic monitoring on drinking water safety could be improved by placing special requirements on sampling water from domestic distribution system using the sampling methods described in this article.
    In addition, more information sharing to the consumers is recommended.

Styrktaraðili: 
  • Umhverfis- og orkurannsóknasjóður Orkuveitu Reykjavíkur
Athugasemdir: 
  • Ritrýnd vísindagrein í Árbók Verkfræðingafélags Íslands 2010
Samþykkt: 
  • 21.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7398


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Blý í neysluvatni.pdf635.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna