is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rit starfsmanna >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7399

Titill: 
  • Lárétt útbreiðsla gosstróka Eyjafjallajökuls metin frá gervihnattamyndum
  • Titill er á ensku Lateral dispersion of volcanic plumes from Eyjafjallajökull Glacier estimated from satellite images
Útgáfa: 
  • Janúar 2011
Útdráttur: 
  • Miðvikudaginn 14. apríl 2010 hófst eldgos í Eyjafjallajökli örfáum dögum eftir að litlu gosi lauk á Fimmvörðuhálsi. Gosið byrjaði af krafti og mikið af gosefnum kom upp á fyrstu dögum og vikum gossins sem röskuðu flugsamgöngum. Í þessari grein er lárétt dreifing gosefna í 10–120 km fjarlægð frá gosstöð skoðuð með hjálp gervihnattamynda,ljósmynda, radar- og veðurmælinga. Niðurstöður gefa til kynna að lýsa megi láréttri útbreiðslu gosefna með einföldu Gaussian-líkani sem tekur tillit til upphafsþenslu og veldisfallsvíkkunar öskuskýs með fjarlægð frá gosstöð. Veldisstuðlar líkansins, fengnir með aðhvarfsgreiningu, sýna heldur hærri útbreiðsluhraða gosstrókanna með fjarlægð frá gosstöð heldur en stuðlar frá fyrri rannsóknum á strókum í veðrahvolfinu og jaðarlaginu. Niðurstöður geta nýst til að spá fyrir um hegðun gosstróka fyrir stutta afmarkaða atburði með takmörkuðum háloftaveðurgögnum.

  • Útdráttur er á ensku

    A volcanic eruption in Eyjafjallajökull Glacier in Southern Iceland commenced on Wednesday, April 14th, 2010. During the first days and weeks of the eruption, the volcano created an ash cloud that greatly affected air traffic in Europe. This paper analyzes the lateral dispersion of the Eyjafjallajökull volcanic plume within the first 120 km from the volcano using satellite images, photographs, radar- and weather data. Results suggest that the lateral dispersion of volcanic plumes can be described reasonably well with a simple Gaussian model accounting for initial plume size and assuming a power law relationship for plume spreading with distance from crater. Fitted power law coefficients are slightly higher than previous smokestack research within the troposphere and planetary boundary layer. Research results can be used to predict volcanic plume behavior for short discrete events based on limited tropospheric weather information.

Athugasemdir: 
  • Ritrýnd vísindagrein í Árbók Verkfræðingafélagsins 2010
Samþykkt: 
  • 21.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7399


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Útbreiðsla gosstróka.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna