en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7405

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif beinnar kennslu og flugfærnisþjálfunar á frammistöðu í lestri 13 ára drengs með lesörðugleika
Submitted: 
  • January 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari rannsókn var beitt aðferðum flaumþjálfunar (fluency) og beinnar kennslu (Direct Instruction) til þjálfunar á lesfærni 13 ára gamals drengs sem átti í lestraörðuleikum. Drengurinn sem um ræðir var að koma úr 7. bekk og á leið í 8. bekk. Hann hafði áður fengið sérkennslu í lestri í 4. – 6. bekk einu sinni til tvisvar sinnum í viku án mælanlegs árangurs. Áður en kennslan hófst var grunnlína mæld og kom í ljós að hann gat lesið á bilinu 130-179 atkvæði á mínutu en röng lesin orð voru 30-38 eða 10-14% af heildartexta. Eftir fimm vikna þjálfun gat hann lesið á bilinu 130-162 atkvæði á mínútu en villur voru eingöngu 0-7 orð eða 0-2% af lesnum heildartexta. Gerð var eftirfylgdarmæling þremur mánuðum eftir að þjálfuninni lauk en þá gat drengurinn lesið 198 atkvæði þar af voru 2 röng orð eða 0.5% af heildartexta. Þjálfunin fór fram um sumar eftir að skóla lauk svo engin var markviss lesturinn hjá drengnum, að auki var honum meinað að æfa sig heima fyrir og staðfestu foreldrar hans að svo hafi verið. Það ætti því að vera óhætt að draga þá ályktun að aðferðunum tveimur sé að þakka þennan góða árangur.

Accepted: 
  • Jan 24, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7405


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð (lokaútgáfa 23.1.2011) FINAL.pdf358.1 kBOpenHeildartextiPDFView/Open