en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7407

Title: 
 • Late Holocene Glacial History of Sólheimajökull, Southern Iceland
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Sólheimajökull is an outlet glacier draining the Mýrdalsjökull ice cap in southern Iceland. Mýrdalsjökull covers the Katla central volcano, one of the most active volcanoes in Iceland. Sólheimajökull is ~ 15 km long, 1-2 km wide and covers 44 km². It descends from the Katla caldera at 1505 m a.s.l. (Hábunga), and terminates ~ 100 m a.s.l. The base of the glacier is at 11 m above present sea-level, 0.8 km inside the present margin.
  Subglacial eruptions of Katla have caused jökulhlaups at Sólheimajökull, with great impact on the proglacial landscape. The marginal fluctuations of Sólheimajökull correspond well to changes in the climate. In 2010, the glacier had retreated 1255 meter since annual ice front measurements were initiated in 1931, however, punctuated by a period of advance from 1969-1995.
  The objectives of this study are firstly to: (i) map and interpret landforms and sediments exposed in the forefield since 1995: (ii) map and interpret changes in the size and extent of the glacier during the Little Ice Age (14th – 19th century AD): (iii) confine the extent of the glacier during the Late Holocene.
  This has been done by analyzing a series of aerial photographs from 1945 to present using a topographical map from 1904 for reference. Fieldwork conducted during the summer of 2009 offered the possibility to check the quality of the remote sensing as well as to do stratigraphical and sedimentological work in the glacier forefield. Radiocarbon dates confine the end moraines in front of Sólheimajökull to the period after AD 1445 +/- 45, which is important for reconstructing the extent of the Little Ice Age glacial advances. Furthermore, geomorphological mapping shows a number of recently exposed landforms that allow reconstruction of the processes operating during these advances and subsequent retreats.
  Dates derived from cosmogenic exposure dating show that the eastern flank of Sólheimajökull reached the outer-most moraine at AD 56, whereafter it retreated to the penultimate moraine at AD 91. Mt. Jökulhaus has probably been ice-free since AD 284 which seems reasonable with the retreat rate from the AD 56 and AD 91 moraines, although this is not in accordance with written sources.
  From 1904-2009 Sólheimajökull lost 2.2 km2 (70%) of the frontal part of the snout by melting. Newly found photographs places the 1910 margin of Sólheimajökull ~ 200 m further south than the 1904 margin.
  Keywords: Glacial history, glacial morphology, GIS mapping, Sólheimajökull, Iceland history

 • Abstract is in Icelandic

  Sólheimajökull er skriðjökull í Mýrdalsjökli. Mýrdalsjökull hylur megineldstöðina Kötlu, sem er ein virkasta eldstöð Íslands. Sólheimajökull er um það bil 15 km langur, 1-2 km breiður og þekur um 44 km2. Hann á upptök sín í 1505 m hæð yfir sjávarmáli í svokallaðri Hábungu í öskju Kötlu. Þaðan rennur hann niður á láglendi og endar í 100 m hæð yfir sjávarmáli. Botn jökulsins liggur 11 m yfir núverandi sjávarmáli, 0,8 km innan núverandi jökuljaðars.
  Kötlugos undir jökli hafa valdið jökulhlaupum úr Sólheimajökli sem mótað hafa landið framan við jökuljaðarinn að miklu leyti. Breytingar á loftslagi endurspeglast vel í sveiflum á jökuljaðri Sólheimajökuls. Árið 2010 hafði jökullinn hopað um 1255 metra síðan árlegar mælingar hófust árið 1931. Tímabilið frá 1969-1995 var þó frábrugðið en þá gekk jökullinn fram.
  Meginmarkmið þessarar rannsóknar eru: (i) að kortleggja og túlka jökulmyndanir og jökulset sem komið hefur undan jökli frá 1995; (ii) að kortleggja og túlka breytingar á stærð og umfangi jökulsins á Litlu ísöld; (iii) að afmarka umfang jökulsins um miðbik Nútíma.
  Þetta hefur verið gert með greiningum á loftmyndum frá 1945 til dagsins í dag og með hliðsjón af landakorti frá 1904. Útivinna sem framkvæmd var sumarið 2009 gaf tækifæri til þess að sannreyna niðurstöður fjarkönnunar auk þess sem mögulegt var að skoða nánar landmótum og setmyndanir framan við jökulinn.
  Samkvæmt aldursgreiningum með kolefnisaðferð (14C) eru jaðarurðirnar framan við Sólheimajökul frá þvi 1445+/-45. Þær upplýsingar eru mikilvægar til þess að meta umfang framrásar jökulsins á Litlu ísöld. Ennfremur sýnir kortlagning nokkurn fjölda myndana sem nýlega eru komnar undan jökli og gefur vísbendingar um þau ferli sem áttu sér stað á meðan framrás jöklanna varði og hörfun i kjölfarið.
  Aldursgreiningar med geimgeislunar aðferð sýna að austari hluti Sólheimajökuls náði ystu jökulurðinni árið 56, þaðan sem jökullinn hefur hopað og byggt upp næstu urð fyrir innan árið 91. Jökulhaus hefur líklega verið íslaus síðan árið 284 og er það raunhæft ef miðað er við hopunarhraða jökulsins á tímabilinu 56-91. Það er þó ekki í samræmi við ritaðar heimildir.
  Frá 1904-2009 minkaði fremri hlutinn af Sólheimajökli um 2.2 km2 (70%), við bráðnun.
  Ljósmyndir frá 1910 sem nýlega hafa fundist benda til þess að Sólheimajökull náði ~ 200 m lengra til suðurs 1910 en 1904.

Sponsor: 
 • Support for the field work was received from the University of Iceland Research Fund, grant to Ólafur Ingólfsson.
Accepted: 
 • Jan 24, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7407


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bjarki Friis master thesis ready for printing V3.pdf14.6 MBOpenHeildartextiPDFView/Open