en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/741

Title: 
  • is Sundlaugavenjur Íslendinga : nota Íslendingar sund sem heilsurækt?
Abstract: 
  • is

    Í þessu verkefni er fjallað um það hvernig Íslendingar nýta sér sundlaugar og þá hvort fólk sé að synda nógu mikið og nógu langt til að það teljist sem heilsurækt. Lagðir voru fyrir spurningalistar í 7 sundlaugum á völdum stöðum nánast um land allt þar sem að eytt var þremur dögum í að leggja spurningalista fyrir þá sundlaugagesti sem að sóttu laugarnar á þeim dögum. 1048 manns svöruðu spurningalistunum sem við lögðum fyrir og voru allir listarnir settir inn í tölfræðiforritið SPSS 14.0 og allar niðurstöður unnar út frá því. Skilyrði voru sett að þátttakendurnir væru orðnir 20 ára gamlir og hefðu annaðhvort farið í sundlaugina eða að minnsta kosti nýtt sér aðstöðuna sem viðkomandi sundlaug býður upp á. Þátttakendurnir voru af báðum kynjum en í ljós kom að karlmenn eru duglegri en konurnar að sækja sundlaugarnar en konurnar voru hins vegar mun duglegri við það að synda. Einnig kom í ljós að því eldri sem einstaklingarnir voru því oftar fóru þau í sund að meðaltali á viku og oftast á sama tíma, einnig var líklegra að því eldri sem að þátttakendurnir voru því líklegra var að sund væri þeirra aðal heilsurækt. Meirihluti sundlaugagesta sagði að þeirra aðal ástæða fyrir því að fara í sund væri til þess að synda eða um 60% þátttakenda og ef fólk notar ekki sundið sem heilsurækt þá var um 53,4% þátttakenda sem að sögðust nota göngu sem sína aðal heilsurækt.

Accepted: 
  • Sep 1, 2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/741


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Heildarskjal.pdf334.65 kBOpenHeildarskjalPDFView/Open