is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7414

Titill: 
 • Titill er á spænsku Turismo en el Patrimonio Mundial Machu Picchu, Perú. Amenazas para un turismo sostenible
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ferðamennska er ört vaxandi artvinnugrein í heiminum öllum. Samkvæmt UNWTO var hagnaður ferðamennsku árið 2008 á heimsvísu 946 milljónir bandaríkjadala (UNWTO (n.f.)). Samhliða aukinni fjölgun ferðamanna í heiminum var aukning í komu þeirra til Perú töluverð milli áranna 1997 og 2007, eða um 110% (Divino, José Ángelo & McAleer, Michael (2009) p.4). Hin svokallaða arfleiðarferðamennska er sú grein innan ferðaþjónustunnar sem vex hvað hraðast og milljónir ferðamanna heimsækja árlega þá 911 staði sem eru á Heimsminjaskrá UNESCO (UNESCO.b (n.f.)). Hin forna borg Inka-indjána, Machu Picchu, er einn vinsælasti ferðamannastaður Suður-Ameríku enda dæmi um landslagsarkitektúr á heimsvísu. Þrátt fyrir frægð borgarinnar þá er saga, uppbygging og brottfluttningur frumbyggja hennar enn hulin ráðgáta, en þessi dulúð er einmitt notuð til að kynna svæðið og landið og draga að enn fleiri ferðamenn.
  Rannsóknin sem hér er sagt frá beinir sjónum að Heimsminjaskrá UNESCO og þeim ógnum sem blasa við Machu Picchu í náinni framtíð. Gerð er grein fyrir stöðu mála við upphaf 21. aldarinnar og bent á leiðir sem gætu tryggt áframhaldandi sérstöðu svæðisins. Árétta ber því að komast á lista UNESCO yfir heimsminjar fylgir mikil kynning og hefur það skipt Perú miklu varðandi kynningu og fjölgun ferðamanna. Samhliða þessari auknu frægð fylgir hinsvegar sú ábyrgð að vernda svæðið bæði fyrir náttúrulegum ógnum sem og ágangi ferðamanna. Sjálfbærni og stjórnun svæðisins er þess vegna mikilvæg forsenda þess að komandi kynslóðir fái notið þeirrar sögu, menningar og náttúru sem Heimsminjaská tiltekur.
  Stjórnun Machu Picchu hefur lengi verið áhyggjuefni og fór svo að UNESCO hugðist setja borgina á lista yfir heimsminjar í hættu vegna lélegs umgengis og ónægrar umsjónar með henni. Stjórnendur og umsjónamenn minjanna hafa enn sem komið er ekki náð að vinna nógu vel saman að málefnum sem skipta hvað mestu máli fyrir borgina. Þeir sem með stjórnina hafa að gera hafa brugðist meðal annars með því að komast ekki að sameiginlegri niðurstöðu um fjölda leyfilegra gesta inná friðsvæðið dag hvern. En auk ágengni fólks eru náttúruhamfarir mikil ógn fyrir Machu Picchu, og eru rigningar og skriðuföll þar helst að nefna.
  Við blasir að ef ferðamennska á að vera sjálfbær á svæðinu þurfa hagsmunaaðilar og stjórnendur að taka höndum saman um verndun svæðisins, því ef aðdráttarafl Machu Picchu þrýtur eða eitthvað kemur fyrir svæðið þýðir það ekki eingöngu eyðileggingu á heimsminjum heldur einnig atvinnumissir fyrir fjölda fólks í Cuzco héraði og umtalsverð tekjuskerðingu fyrir landið allt.

Samþykkt: 
 • 24.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7414


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð.pdf410.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna