is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7424

Titill: 
  • Bréfabók Eggerts Björnssonar sýslumanns á Skarði á Skarðsströnd. Um efni hennar, feril og skjalfræði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin sem hér fylgir mun leitast við að athuga bréf sýslumannsins Eggerts Björnssonar (1612-1681), efni þeirra og vitnisburð. Eggert tók við embætti í Barðastrandarsýslu árið 1636 og gegndi því til dauðadags eða samtals í 45 ár. Lengst af bjó Eggert á Skarði á Skarðsströnd og er hann jafnan kenndur við þann stað þegar hans er getið í ræðu eða riti. Að stærstum hluta eru bréf Eggerts varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands en þar má finna um þrjúhundruð bréf sem honum má eigna. Flest þeirra eru í bréfabók sem við hann er kennd: Bréfabók Eggerts ríka Björnssonar á Skarði 1632-1673. Einnig leynast bréf Eggerts í Biskupsskjalasafni og reyndar víðar í Þjóðskjalasafni. Utan Þjóðskjalasafns má finna bréf Eggerts í handritum í Árnastofnun í Reykjavík sem og í Landsbókasafni. Loks má finna bréf Eggerts í prentuðum frumheimildum. Það er meginmarkmið ritgerðarinnar að gera grein fyrir bréfabók Eggerts, feril hennar og skjalfræði sem og að gera grein fyrir þeim bréfum Eggerts sem liggja utan bréfabókar hans. Þá verður varpað ljósi á bréf Eggerts og gefin sýnishorn af efni þeirra, einkum þeim sem finna má í bréfabók hans. Ritgerðinni er þannig ætlað að vekja menn til meðvitundar um efni bréfabókarinnar og vonandi leiðir sú viðleitni til þess að efni hennar verður gefinn nánari gaumur í sagnaritun um tímabilið þar sem það á við.
    Mikill hluti þeirrar rannsóknarvinnu sem fram hefur farið við ritgerðarsmíðina sjálfa hefur verið hluti af undirbúningsvinnu fyrir útgáfu bréfanna enda varð útgáfa eða útgáfuhugmyndir mjög fljótlega að einu markmiðanna í rannsóknarferlinu. Bréfabókin, sem og bréf í öðrum söfnum hafa þegar verið skrifuð upp, ágrip af þeim verið tekin saman sem og sérstakrar skrár. Það er því ásetningur höfundar að bréfin líti dagsins ljós á prenti fyrr en seinna.

Samþykkt: 
  • 25.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugvisindasvid_forsida_ritgerda_egg.pdf29.36 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
MA_ritgerd_jan2011.pdf1.57 MBLokaðurMeginmálPDF
Hugvisindasvid_titilsida_ritgerda_Eggert.pdf88.43 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna