is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7427

Titill: 
 • Jón Gunnar Árnason. Hin kosmíska listsýn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Jón Gunnar Árnason er einn af merkustu myndlistarmönnum Íslands á 20.öld. Hann var vélsmiður að mennt en söðlaði um og gerðist myndlistarmaður seint á sjötta áratug síðustu aldar. Listferill hans var fjölbreyttur, hann var óhræddur við að fara nýjar leiðir og framkvæma „óframkvæmanleg“ verkefni. Í ritgerðinni er þróun kosmískra áhrifa á listferli Jóns Gunnars skoðuð. Í stórum dráttum fjallar kosmísk hugmyndafræði um áhrif alheimsins og hugmyndarinnar um „óendanleikann“ á listsköpun. Einnig verða teknar fyrir fyrirliggjandi hugmyndir um rýmið og áhrif þess á listaverk Jóns Gunnars. Áður en verk Jóns Gunnars eru skilgreind, eru einnig tekin fyrir ákveðin tímabil í lífi hans, og minnst á persónur og þjóðfélagsástand sem höfðu áhrif á kosmíska hugmyndafræði hans.
  Verkin Blómið, Hjartað og Egó eru tekin fyrir sem dæmi um verk á fyrri hluta ferils Jóns Gunnars þar sem finna má aðdraganda að kosmískri hugmyndafræði. Því næst verða eftirfarandi kosmísk verk tekin fyrir og hugmyndafræði þeirra skoðuð með tilliti til rýmis og annarra ytri áhrifa: Flateyjar-Freyr, Að gera sólina bjartari, Sólvagninn, Sólbörur, Sólarauga og Sólfar.
  Ítarlega er fjallað um uppsetningu á síðasta verki Jóns Gunnars, Sólfarinu, eftir andlát hans. Út frá þeirri staðsetningu spannst opinber umræða um rými og umhverfisþætti listaverka.
  Jón Gunnar notaði rýmið til að fá áhorfendur til að taka þátt í listaverkum sínum, nánast þvingaði sér inn í rými þeirra og vitund. Að því leyti er hann frumkvöðull í íslenskri myndlist á 20. öld.

Samþykkt: 
 • 25.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7427


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Snorri Freyr Snorrasn, Jón Gunnar Árnason, hin kosmíska listsýn.pdf19.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna