en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7436

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif tvítyngis á vitsmuna- og málþroska barna
Submitted: 
  • February 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Lengi var talið að nám tveggja tungumála frá unga aldri hefði skaðleg áhrif á málþroska barna. Einnig var því stundum haldið fram að þessi aukaáreynsla á heila þeirra gerði það að verkum að þau næðu ekki að læra margt annað sem börn ættu að læra, tvítyngi hefði því neikvæð áhrif á vitsmunaþroska. Rannsóknir upp úr 1960 sýna þó að áhrif tvítyngis á mál- og vitsmunaþroska barna eru jákvæð. Samanborið við eintyngda jafnaldra sína eru tvítyngd börn ekki seinni til máls, þau læra að minnsta kosti annað tungumálið á við eintyngd börn, ná tímamótum í málþroska á sama tíma og þau og skilja hlutverk og eðli tungumála fyrr en eintyngdir jafnaldrar. Í ritgerðinni verður farið yfir þessar rannsóknir og þær skoðaðar til dæmis út frá því hvort foreldrar hafi sama móðurmál og er ríkjandi í samfélaginu. Í lokin eru svo gefnar ábendingar um hvernig hjálpa skal barni að verða tvítyngt.

Accepted: 
  • Jan 27, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7436


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Aðalheiður Rán - Tvítyngi.pdf703.67 kBOpenHeildartextiPDFView/Open