is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/744

Titill: 
 • Er breyting á líkamlegu atgervi handboltamanna á undirbúningstímabili II? : úthald, hraði og stökkkraftur handboltamanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsóknarritgerð var líkamlegt atgervi handboltamanna í efstu deild á Íslandi kannað. Leikmenn meistaraflokks Fram tóku þátt í rannsókninni og þreyttu þeir þrjú próf tvisvar sinnum. Prófin fóru fram í byrjun undirbúningstímabils II og aftur 11 vikum síðar. Alls tóku 16 þátttakendur þátt í prófunum en níu þeirra tóku öll prófin þrjú tvisvar sinnum , þess vegna er rannsóknin miðuð við þá. Leikmennirnir eru á aldrinum 18-30 ára.
  Prófin sem leikmennirnir tóku þátt í voru Yo-yo ósamfellt þolpróf, 20m hraðapróf og Sargent’s uppstökkspróf.
  Í þolprófinu bættu leikmenn hlaupalengd sína um 98m milli mælinga. Marktækur munur var milli mælinganna tveggja (p=0,01) Sex leikmenn bættu sig í seinni mælingu og einn stóð í stað.
  Í hraðaprófinu bættu leikmenn tíma sinn um 0,04 sek. Milli mælinga. Marktækur munur var á milli mælinganna tveggja (p=0,05) Sjö leikmenn bættu sig í seinni mælingu.
  Í uppstökksprófinu bættu leikmenn stökkhæð sína um 1,33cm milli mælinga. Marktækur munur var á milli mælinganna tveggja (p=0,01) Sex leikmenn bættu sig í seinni mælingu og einn stóð í stað.

Samþykkt: 
 • 1.9.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/744


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf276.43 kBOpinnÁgripPDFSkoða/Opna
Stefán Baldvin.pdf7.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna