is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7443

Titill: 
  • Tengsl áráttu-þráhyggjuröskunar, ADHD og Tourette heilkennis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tengslin á milli einkenna Á-Þ röskunar, ADHD og TS voru könnuð. Erlendar rannsóknir höfðu áður sýnt fram á tengsl raskananna þriggja þar sem að börn og unglingar sem voru með eina ofantalinna raskanna uppfylltu oft einnig greiningarviðmið hinna raskananna tveggja. Þátttakendur rannsóknarinnar voru fullorðnir ættingjar fólks með einhverfu sem var fengið til að svara nokkrum spurningarlistum. Svör þeirra á OCI-R, DSM-IV einkennalistanum fyrir ADHD og kækjalistanum voru notuð í rannsókninni. Helstu tilgátur rannsóknarinnar voru þær að svipuð tengsl raskananna myndu fást á meðal fullorðinna, miðað við niðurstöður rannsókna á börnum og unglingum, fyrir utan tíðni ADHD á meðal þátttakenda með alvarleg/umtalsverð Á-Þ einkenni. Mikilvægustu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að fólk sem hefur alvarleg/umtalsverð einkenni Á-Þ röskunar, ADHD eða alvarleg einkenni TS er líklegra til að vera einnig með alvarleg/umtalsverð einkenni hinna raskananna tveggja, miðað við einstaklinga án alvarlegra/umtalsverðra einkenna. Jákvæð fylgni var á milli heildarskora kvarðanna og þá helst á milli DSM-IV og OCI-R, r = 0,57. Einnig voru 63% einstaklinga sem uppfylltu viðmiðin fyrir ADHD, samkvæmt DSM-IV einnig með alvarleg/umtalsverð Á-Þ einkenni. Tíðni ADHD á meðal þátttakenda sem að voru með alvarleg/umtalsverð Á-Þ einkenni var lægri, miðað við tíðnina hjá börnum og unglingum.

Samþykkt: 
  • 28.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7443


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólrún_BA.pdf621.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíða.pdf35 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna