is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7445

Titill: 
  • Spilafíkn. Skiptir meira máli hversu mikið þú spilar en hvað þú spilar? Rannsókn á mögulegum áhættuþáttum spilafíknar
  • Titill er á ensku Pathological gambling. What is more important: involvement or type of gambling? A study on potential risk factors of pathological gambling
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknar er að kanna hvort skýra megi tengsl peningaspila og spilavanda með spilaaðild. Spilaaðild er skilgreind í þessari rannsókn sem annaðhvort fjöldi peningaspila eða sem tíðni þátttöku í peningaspilum. Þátttakendur voru alls 6362 Íslendingar sem höfðu svarað spurningalistum á árunum 2005 og 2007. Spurningalistarnir innihéldu spurningar tengdar spilahegðun og PGSI mælitækið var notað til að meta spilavanda. Niðurstöður sýna að algengi hugsanlegrar spilafíknar er 0,4% og um 1,5% eiga við hugsanlegan spilavanda að stríða. Niðurstöður á tengslum baksviðsbreyta við spilavanda voru sambærilegur fyrri rannsóknum, karlar eru líklegri til að eiga í spilavanda en konur og spilavandi er algengari meðal þeirra sem hafa minni menntun og lægri tekjur. Niðurstöður aðfallsgreiningar hlutfalla sýndu að flestar tegundir peningaspila spáðu minna fyrir um ánetjun peningaspila þegar stjórnað hafði verið fyrir áhrifum fjölda peningaspila. Hins vegar spáði tegund peningaspila ekki minna fyrir um ánetjun peningaspila þegar stjórnað var fyrir áhrifum tíðni þátttöku í peningaspilum. Fjöldi peningaspila sem fólk spilar virðist því skýra að nokkru leyti tengsl peningaspila og spilavanda.

Samþykkt: 
  • 28.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7445


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel.BS-ritgerð.pdf320.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna