en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7447

Title: 
  • Title is in Icelandic Íslenskt orðskilningspróf fyrir fjögurra til átta ára börn: Þýðing og staðfærsla PPVT-4
Submitted: 
  • February 2011
Abstract: 
  • Hluti bandaríska orðskilningsprófsins Peabody Picture Vocabulary Test (PPVT-4) var þýddur og staðfærður á íslensku í þeim tilgangi að úr yrði próf fyrir 4-8 ára börn. Þýðing, staðfærsla og mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækisins fór fram í fjórum verkþáttum. Í fyrsta þætti voru prófatriði þýdd, staðfærð og forprófuð á 45 börnum, fædd 2000, 2002 og 2004, með það að markmiði að kanna hvort prófatriði og svarmöguleikar þeirra hentuðu hérlendis og að raða þýddum atriðum í íslenska þyngdarröð. Í öðrum verkþætti voru léttustu og þyngstu atriði úr fyrstu forprófun lögð fyrir 31 barn fædd 2005 og 1999 til þess að raða þeim í nákvæmari þyngdarröð. Einnig voru lögð drög að byrjunar- og stoppreglum prófsins. Í þriðja verkþætti var þýtt og staðfært matstæki lagt fyrir 55 börn, fædd 2000 og 2004, með það að markmiði að raða atriðum prófs í endanlega þyngdarröð, meta þau atriði sem höfðu verið endurskoðuð, leggja mat á byrjunar- og stoppreglur auk þess sem hugað var að áreiðanleika og réttmæti mælitæksins. Að þessari þýðingar- og staðfærsluvinnu lokinni var mælitækið lagt fyrir 117 börn fædd 2002 og 2004, sem voru þátttakendur í rannsókninni „Þroski leik- og grunnskólabarna: Sjálfstjórn, málþroski og læsi á aldrinum 4 til 8 ára“sem styrkt er af Rannsóknarsjóði Íslands (númer rannsóknar: 08064802; verkefnisstjóri: Hrafnhildur Ragnarsdóttir). Niðurstöður rannsóknar sýndu að prófið greinir mun á orðaforða barna eftir fæðingarári, en ekki sást munur á frammistöðu innan árgangs. Líklegt er að í stærra úrtaki kæmi fram munur milli smærri aldurshópa. Helmingunaráreiðanleiki var hár og sambærilegur áreiðanleika PPVT-4. Vísbendingar um viðunandi viðmiðsréttmæti fengust þar sem prófið hafði fylgni við próf sem meta málþroska eða eru þekkt fyrir að tengjast málþroska, en ekki var fylgni milli prófsins og prófa sem meta sjálfstjórn.

Accepted: 
  • Jan 28, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7447


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
LOKAEINTAK.pdf1.75 MBOpenHeildartextiPDFView/Open