Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7448
Í ritgerð þessari er fjallað um fíkniefnabrot. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar fólst í könnun á dómum Hæstaréttar frá tímabilinu 1. janúar 2006 til 3. desember 2010. Auk þess þótti nauðsynlegt að taka einn umfangsmikinn héraðsdóm með í þá könnun. Mikilvægur þáttur ritgerðarinnar var einnig að kanna þá þætti sem geta haft áhrif á ákvörðun viðurlaga í fíkniefnamálum. Ýmsir þættir geta haft áhrif á þyngd refsingar, ýmist til refsihækkunar og/eða refsilækkunar, málsbóta og/eða refsiþyngingar, bæði lögmæltar og ólögmæltar ástæður. Framangreind atriði voru skoðuð meðal annars með tilliti til þeirra dóma sem gengu á könnunartímabilinu. Það sem helst hefur áhrif á ákvörðun refsingar í fíkniefnamálum er magn fíkniefna, styrkleiki þeirra og hættueiginleiki. Jafnframt getur hinn refsiverði verknaður skipt máli í því samhengi en nokkur munur virðist vera á fíkniefnalöggjöfinni varðandi hvaða verknaðaraðferðir er dæmt fyrir hverju sinni. Hvergi er hins vegar fjallað um framangreind atriði í fíkniefnalöggjöf hérlendis heldur má ráða slíkt mat úr dómaframkvæmd í samræmi við könnun dóma á framangreindu tímabili. Einnig virðist skipulögð brotastarfsemi sífellt meira vera að ryðja sér til rúms hérlendis, til að mynda með breyttu efnahagsástandi, aukinni alþjóðavæðingu og auðveldari aðgengi að landinu. Alþjóðleg lögreglusamvinna skiptir miklu máli í þeim efnum en skoðað var helsta samstarf á sviði löggæslu hérlendis í tengslum við fíkniefnamál. Auk framangreindra atriða þótti nauðsynlegt að fara yfir þróun fíkniefnalöggjafar á Íslandi og skoða þá alþjóðasamninga sem hafa það að markmiði að hindra fíkniefnabrot. Að lokum var stutt umfjöllun um þyngd refsinga í fíkniefnamálum, réttlætingu refsinga og varnaðaráhrif þeirra, áhrif refsivistar og önnur úrræði sem standa til boða í þeim efnum auk áhrifa fjölmiðla í tengslum við fíkniefnabrot.
The main subject of the essay is examination of the Icelandic Supreme Court judgments concerning drug offences from January 1, 2006 to Desember 3, 2010. In addition, it was considered necessary to include one extensive district court judgment in the examination. An important part of the essay was the study of the elements that may affect the penalties in drug cases. Various factors can affect the weight of a sentence, either to increase and/or reduce sentence or to mitigate circumstances and/or to stiffening of penalties, both statutory and non-statutory. The abovementioned aspects were examined among other things with respect to the sentences in drug cases during the examination period. What seems to primarily affect the drug penalties, is the quantity of the drugs, the substantiality of the drugs and the risk ability. The criminal act can also be an important element in that connection but it seems to be certain difference in the drug legislation as to which criminal act is senteced at any given time. Abovementioned issues are not mentioned in the drug legislation in Iceland. It can rather be evaluated from judgments as seen in the examenation of judgments in the abovementioned period. It appears that organised crime is more and more penetrating in the country, for example through the ever changing economic conditions, increased globalization and easier access to the country. International police cooperation is important in that matter conserning drug offences but the primary collaboration in the area of police, which takes place in this country with foreign police organisation was examined. In addition to the abovementioned issues, it was considered necessary to look at the development of the Icelandic legislation concerning drugs and view the international conventions which have the objective to prevent drug offences. Finally there was a short examination about the weight of punishment in drug judgments, the effect of sentences and other resources that are available in this regard, but also the impact of the media in connection with drug offences.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sandra-Drofn-Gylfadottir_ML-2010-1.pdf | 671,58 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |