is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/745

Titill: 
  • Íslenskir knattspyrnumenn í efstu deild : könnun á bakgrunni leikmanna þriggja efstu liðanna í úrvalsdeild karla og kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi lokaritgerð er könnun á bakgrunni knattspyrnumanna í efstu deild karla og kvenna. Þar svara íslenskir knattspyrnumenn spurningum varðandi félagsstarf, æfingamagn og þáttöku í mótum með félagsliði eða landsliði. Farið var með spurningalista á æfingu hjá Val, KR og FH í karlaflokki og Val, Breiðablik og Stjörnunni í kvennaflokki. Góð svörun fékkst, eða 113 leikmenn beggja kynja af þeim 133 sem eru í æfingahóp meistaraflokks liðanna, og gaf það okkur 79,3 % svörun. Áhugaverðar niðurstöður sem við fengum var munurinn á milli kynjanna í aldursdreifingu hvað varðar hvenær leikmaður hóf að æfa knattspyrnu, hvenær hann hóf að æfa knattspyrnu með meistaraflokk og hvenær hann fékk fyrsta leik. Þar má sjá að hjá konum byrja þær seinna að æfa en komast fyrr í æfingahóp meistaraflokks og fá fyrr tækifæri með honum. Karlar fá sitt tækifæri seinna en af niðurstöðum má sjá að þeir hafa lengri knattspyrnuferil og spila vel á fertugsaldurinn á meðan það tíðkast ekki eins mikið hjá konunum. Þegar skoðuð er reynsla með landsliðum kemur í ljós að 26 % karla og 27% kvenna hafa ekki leikið með neinu af landsliðum Íslands og því um 75 % af báðum kynjum sem hafa á einhverju tímabili síns ferils verið talin í hópi bestu leikmanna landsins í sínum aldursflokki. Karlar eru síðan fleiri með reynslu af atvinnumennsku, en 32 % svöruðu því til en einungis 6% kvenna. Þegar spurt er um framtíðaráform koma síðan konurnar betur út, en þar stefna 62% þeirra á atvinnumennsku en 32% karla.

Samþykkt: 
  • 1.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/745


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf68.36 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Fylgiskjal.pdf104.4 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf66.85 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Meginmál.pdf352.81 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Úrdráttur.pdf42.6 kBOpinnÚrdrátturPDFSkoða/Opna