is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7451

Titill: 
 • Rán, samkvæmt 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940
 • Titill er á ensku Robbery according to Article 252 of the General Penal Code no. 19/1940
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rán samkvæmt 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
  Ritgerð þessi fjallar um rán samkvæmt 252. gr. almennra hegningarlaga og þróun ránsbrota á árunum 1951 fram í miðjan október 2010.
  Hugtakið „rán“ er skýrt og fjallað um þau sjónarmið sem ákæruvaldið stendur frammi fyrir þegar ákveða þarf undir hvaða ákvæði hegningarlaganna skuli heimfæra brot. Gerð er grein fyrir mikilvægi lögbundinna refsiheimilda, hugtakinu afbroti og þróun dómsvalds og refsilöggjafar hér á landi. Auk þess er gerð grein fyrir refsingum fyrr á öldum.
  Þungamiðja ritgerðarinnar er rannsókn sem höfundur gerði á 99 héraðsdómum frá síðastliðnum áratug þar sem ákært hafði verið fyrir rán. Þar af var 19 dómum áfrýjað til Hæstaréttar. Dómarnir 99 vörðuðu alls 162 sakborninga. Sérstaklega er skoðað aldur og kyn þeirra, ávana- og fíkniefnaneysla, brotaferill og hvort þeir voru einir að verki er þeir frömdu brot eða í félagi með öðrum. Þá er líka sérstaklega skoðað og flokkað niður hvar ránin áttu sér stað, hver ránsfengurinn var og á hverjum brotin bitnuðu. Þá er gerð grein fyrir þyngd refsingar og hvort dómar í málum sem þessum geta verið skilorðsbundnir. Þá er rannsókn höfundar borin saman við eldri íslenska rannsókn sem gerð var á þessum brotaflokki á tímabilinu 1951-2000. Þá er stuttlega fjallað um skaða- og miskabætur sem brotaþolar krefjast oft og tíðum. Sagt er frá hinni svonefndu „bótanefnd“ sem hefur það hlutverk að vega og meta hvort þolendur eigi rétt á bótum úr ríkissjóð. Loks er að finna samanburð á ránsákvæðinu og hliðstæðum ákvæðum í Noregi og Danmörku.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að á síðasta áratug virðist sem ekki hafi orðið breyting á því hverjir fremja ránsbrot. Eins og í eldri rannsókninni eru það í flestum tilvikum ungir karlmenn í fíkniefnaneyslu. Flest ránin eru illa ef nokkuð undirbúin og verðmæti ránsfengsins í flestum tilvikum smávægileg.

 • Útdráttur er á ensku

  Robbery according to Article 252 of the General Penal Code no. 19/1940
  This thesis discusses robbery on grounds of Article 252 of the General Penal Code and the development of such offences during the period 1951 to the middle of October 2010.
  The concept robbery is clear in the law and the thesis discusses the views faced by the prosecutorial power when having to determine which provision of the Penal Code should be used as a basis for the prosecution of an offender. The thesis describes the importance of statutory penal authorizations, the concept offence and the development of the judicial power and the penal legislation in Iceland. Additionally, the thesis discusses penalty in earlier centuries.
  The main focus of the thesis is a study by the author of 99 district court judgments, dating back to the last decade, where robbery was the cause of prosecution. Some 19 of this total number of judgments was appealed to the Supreme Court of Iceland. The 99 judgments involved a total of 162 accused individuals. The study focused in particular on the accused persons' age and gender, drug abuse, whether they had criminal records, also whether they committed their offences alone or with accomplices. Additionally, the study focused on and categorized the venues of the robberies, the stolen items, and the victims of these offences. The thesis addresses the severity of the penalty and whether judgments in such cases may include suspended sentences. The author compared the results of the study with a previous Icelandic study of such offences during the period 1951-2000. The thesis also briefly discusses the payment of damages as frequently claimed by the victims of such offences, as well as a special committee in Iceland, the State Compensation Committee, whose role is to consider and assess whether victims have the right to damages payable by the National State Treasury. Conclusively, the thesis contains a compares the robbery provision of Iceland law and similar provisions of law in Norway and Denmark.
  The thesis' main conclusions are that the last decade has not seen any change in who commits robberies. As in the earlier study, the offenders in most instances were young male drug abusers. Most of the robberies were badly prepared, if at all, and the value of the robbed items was limited in most instances.

Samþykkt: 
 • 31.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7451


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ran. Margret Runarsdottir.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna