Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7455
Úrdráttur
Undanfarin ár hefur verið mikil vakning á meðal þjóða um það að draga úr loftmengun. Þjóðarsáttmálar hafa verið undirritaðir og settar hafa verið tilskipanir um losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að draga úr loftmengun í heiminum. Viðskiptakerfi með losunarheimildir hefur verið komið á laggirnar og þjóðir heims hafa verið hvattar, með einum eða öðrum hætti, til þess að taka þátt í verkefnum til þess að draga úr loftmengun. Nokkrum aðferðum er beitt til þess að draga úr loftmengun og er ein þeirra að fanga, dæla og geyma koltvíoxíð í jarðlögum. Með þessari nútímatækni er hægt að fanga koltvíoxíð úr andrúmsloftinu frá mengandi iðnaðarstarfsemi og dæla því í valin jarðlög, sem eru hentug til þess að taka á móti koltvíoxíði og geyma í hundruð eða þúsundir ára og draga þannig úr gróðurhúsaáhrifum sem valda loftslagsbreytingum hér á jörðinni. Ísland mun taka þátt í viðskiptakerfi Evrópusambandsins árið 2012 og mun viðskiptakerfið ná yfir þá aðferð að fanga,dæla og geyma koltvíoxíð árið 2013.
Ýmsar lögfræðilegar spurningar vakna þegar kemur að dælingu koltvíoxíðs í jarðlög. Engin bein lagafyrirmæli koma fram í auðlindalögum um það hversu djúpt eignarráð landeiganda nær niður undir landi hans. Takmörkun á eignarráðum landeiganda er samkvæmt hefðbundnum viðhorfum í eignarrétti en eignarráð landeiganda ná svo langt sem nauðsynlegt er til þess að hann geti haft þau not af landi sínu sem heyra til venjulegrar hagnýtingar á auðlind sinni. Ritgerð þessi fjallar um það hvort að jarðlög sem nýtt eru til þess að geyma koltvíoxíð, sem losað er frá iðnfyrirtækjum, geti fallið undir hugtakið auðlind og hvort að landeigandi hafi umráðar- og nýtingarrétt yfir þeim jarðlögum sem notuð eru til þess að geyma koltvíoxíð vegna þess hversu djúpt jarðlögin liggja.
Út frá því hvernig lagaramminn er útfærður hér á landi um auðlindir í jörðu undir skilgreindri fasteign landeiganda, þá ná eignarráð landeiganda ná yfir jarðlög sem geyma koltvíoxíð og teljast jarðlögin til auðlinda í skilningi auðlindalaga.
Abstract
Recent years have seen an extensive awakening among nations on the reduction of air pollution. International agreements have been entered into and directives have been set regarding greenhouse gas emissions with the goal of reducing air pollution in the world. Trading schemes with emission authorizations have been established and nations have been called upon by various means to participate in projects aimed at reducing air pollution. A few methods are used for this extensive task, including one referred to as "carbon capture and storage". This modern technology facilitates capturing carbon dioxide from the atmosphere, generated by polluting industrial activities, and pumping it into selected geological sediments that are deemed suitable for receiving and storing carbon dioxide for hundreds if not thousands of years; thus reducing the greenhouse impact causing climate changes on Earth. Iceland will participate in EU's trading scheme in 2012 - a scheme that includes the method of the capture and storage of carbon dioxide in 2013.
Various legal issues materialize regarding the pumping of carbon dioxide into the sediment strata. The Act on Natural Resources contains no direct provisions on how deep into the ground a landowner's legal control reaches. Limiting a landowner's legal control is according to conventional views on ownership, as the landowner's right of ownership reaches as far as necessary rendering it possible for him to utilize his land to such an extent that can be deemed as normal utilization of his resource. This thesis addresses whether the sediment strata used for storing carbon dioxide from industrial activities or other polluting operations falls under the concept of resource and whether the landowner has legal control and the right of utilization of the sediments that are used for storing carbon dioxide due to the sediments' depth.
Considering the orchestration of the legal framework in Iceland regarding geological resources beneath a landowner's defined holding, the landowner's legal control includes the geological sediments where carbon dioxide is stored and the geological sediments are deemed as being resources in the interpretation of the Act on Natural Resources.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ná_eignarráð_landeiganda_yfir_jarðlög_sem_geyma_koltvíoxíð_og_geta_jarðlögin_flokkast_undir_skilgreininguna_auðlind_skv__auðlindalögum_Erna_Hrönn_Geirsdóttir.pdf | 645.43 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |