is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7456

Titill: 
 • Samaðild í einkamálum fyrr og nú
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er reynt að komast að því hvort túlkun Hæstaréttar Íslands á ákvæði 18. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála hafi breyst í tímans rás. Í 18. gr. eml. er kveðið á um skyldu manna til að standa saman að málshöfðun hvort sem er til varnar eða sóknar, eigi þeir óskipta hagsmuni af niðurstöðu málsins. Þannig segir í 1. mgr. 18. gr. eml., „Nú eigi fleiri en einn óskipt réttindi eða bera óskipta skyldu, og eiga þeir þá óskipta aðild.“
  Niðurstöður ritgerðarinnar voru byggðar á dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands, héraðsdómum þegar það átti við, ritum fræðimanna og undirbúningsgögnum fyrir setningu laga nr. 91/1991.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar voru þær að ekki virðist vera merkjanlegur munur á túlkun Hæstaréttar á ákvæði 18. gr. eml. í tímans rás. Hinsvegar virðast sjónarmið um réttmæti sameiginlegrar aðildar ráðherra sem æðra settu stjórnvaldi við hlið lægra setts stjórnvalds vera að fá aukið vægi með tilkomu Páls Hreinssonar í dóm Hæstaréttar. Þá virðist sem ákveðið samræmi skorti í dómaframkvæmd varðandi aðild ríkisins sem e.t.v. væri farsælast að leysa með sérstakri löggjöf.
  Þá mætti segja að 18. gr. eml. sé óþarflega flókið ákvæði sé tekið mið af réttarfarslöggjöf í Danmörku, þar sem sameiginleg aðild er ákvörðuð eftir öðrum og einfaldari leiðum.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper seeks to determine whether the Icelandic Supreme Court interpretation of provisions of Article 18. Act. 91/1991 on Civil Procedure has changed over time. Article 18 of the Civil Procedure provides for the obligation of people to stand joint together in legal action either to prosecute or as defendant, in cases where interests of the parties are joint in the case. So says the first paragraph of Article. 18. "Now more than one bears undivided rights or undivided obligation, so they have undivided partnership."
  Results of the paper were based on case law of the Icelandic Supreme Court, district court when it was appropriate, academic publications and preparing documents for the adoption of Act no. 91/1991.
  The main findings of the paper were that it seems to be no noticeable difference in the Supreme Court's interpretation of the provisions of Article 18 over time. However, views on the legitimacy of the common membership of the Minister of Higher Authority to be jointly prosecuted with the lower administration are getting more weight with the nomination of Páll Hreinsson to the Supreme Court. It seems that a certain lack of consistent case law concerning the accession by the State would be more successful solved by a particular legislation.
  One could conclude to say that maybe Article 18 is an unnecessarily complex provision in comparison to procedural laws in Denmark, where a joint partnership is determined by more general and perhaps simpler ways.

Samþykkt: 
 • 31.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7456


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samaðild í einkamálum Ólafur Karl.pdf404.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna