is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7457

Titill: 
 • Líknardráp - Dauðinn leysir öll vandamál... enginn maður, engin vandamál
 • Titill er á ensku Euthanasia - Death solves all problems...no man, no problems
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Líknardráp
  - Dauðinn leysir öll vandamál… enginn maður, engin vandamál -
  Líknardráp hefur lítið verið til umfjöllunar á Íslandi og hafa fræðimenn ólíkar skoðanir á því hvort lögleiða eigi það hérlendis eins og gert hefur verið í nokkrum ríkjum.
  Ritgerð þessi fjallar um líknardráp. Litið er til uppruna hugtaksins sem og skilgreininga fræðimanna til að átta sig á hvað í því felst. Einnig er skoðað hvað löggjöfin og alþjóðlegir mannréttindasamningar segja um rétt manna til lífs og hvort þeim sé tryggður lögvarinn réttur til að deyja. Hvergi er vikið að líknardrápi í íslenskum lögum og aldrei hefur verið ákært fyrir það fyrir íslenskum dómstólum. Því ríkir óvissa um nánara inntak verknaðar af þessu tagi og hlýtur það að teljast óheppilegt frá sjónarhóli refsiréttar. Líknardráp ætti fyrst og fremst að snúast um velferð, vilja og hagsmuni sjúklings en ekki siðferðiskennd eða siðareglur lækna eða annarra starfsmanna heilbrigðiskerfisins. Sjúklingur sem stendur ýmist frammi fyrir að standa engin úrræði til boða eða að öll úrræði hafa verið reynd til að bjarga lífi hans eða lina langvarandi miklar þjáningar hans, þannig að ljóst er að hlutaðeigandi á sér ekki von um bata eða til að geta lifað mannsæmandi lífi, ætti að eiga rétt á að honum sé hjálpað til að deyja, óski hann eftir því. Sjúklingar sem eru fullorðnir og þar með lögráða og með fullri rænu ættu að geta tekið ákvörðun um dauðdaga sinn þegar um alvarleg og ólæknandi veikindi ræðir. Með vandaðri og ítarlegri lagasetningu og ströngum skilyrðum má koma til móts við þau rök sem færð hafa verið fram gegn lögleiðingu, sem og koma í veg fyrir misnotkun þessa úrræðis.

 • Útdráttur er á ensku

  Euthanasia
  - Death solves all problems… no man, no problem -
  Euthanasia has rarely been discussed in Iceland, and scholars have divergent views about whether or not to legalise euthanasia in Iceland as has been done in several states.
  This paper will discuss euthanasia. We will look at the origin of this concept as well as at definitions put forth by scholars in order for us to determine what this concept involves. We will also examine what the law and international human rights agreements state about a person’s right to life, and whether a person has a legally protected right to die. There is no mention of euthanasia in Icelandic law, and euthanasia charges have never been brought before an Icelandic court of law. Therefore, there is uncertainty about the intrinsic content of an act of this type, and this must be regarded as an unfortunate situation from the viewpoint of criminal law. Euthanasia should primarily be about the wellbeing, personal will and interests of the patient, and not about the morality or code of ethics of medical doctors or other health care workers. Patients who are confronted with either having no available treatment, or for whom all remedies have been exhausted which might save their lives or palliate their longstanding suffering, and evidently have no prospect of recovery or of being able to live a decent life should have the right to receive assistance in order to die should they so wish. Patients who of legal age and fully conscious should be able to make decisions concerning their own death in cases of serious terminal illnesses. By applying carefully considered and detailed legislation with strict qualifications, it should be possible to meet the arguments that have been presented against legalisation and prevent any abuse of this remedy.

Samþykkt: 
 • 31.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Liknardrap.pdf602.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna