is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7458

Titill: 
 • Gildandi réttarheimildir stjórnvalda til beitingu beinna þvingunarúrræða gagnvart einstaklingum með geðsjúkdóma. Er þörf á úrbótum?
 • Titill er á ensku Current reference to provisions of law that give administrative authorities permission apply direct coercive measures against people with mental illness. Is there a need for improvement?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Efni þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir gildandi réttarheimildum sem veita stjórnvöldum heimild til þess að grípa inn í líf einstaklinga, sem haldnir eru geðsjúkdómum og beita þá beinum þvingandi aðgerðum, án atbeina dómstóla. Markmið umfjöllunarinnar er að leiða í ljós hvort gildandi réttarheimildir séu fullnægjandi og ef ekki, hvernig þær megi bæta.
  Í ljós kom að framangreindar heimildir var einkum að finna í lögræðislögum nr. 71/1997, það eru heimildir til nauðungarvistunar og þvingaðrar lyfjagjafar og meðferðar. Ekki er til að dreifa heimildum til líkamlegra þvingana, svo sem að halda einstaklingi föstum. Hins vegar geta aðstæður verið með þeim hætti að nauðsynlegt reynist að grípa til slíkra þvingana og var meginniðurstaða ritgerðarinnar sú að ef nauðsynlegt er að beita einstakling líkamlegri þvingun, þá er einnig nauðsynlegt að mælt sé fyrir um það í lögum.
  Með því að skoða lagaheimildir af svipuðum toga var varpað ljósi á það hvernig lagaheimildir sem heimila beitingu líkamlegra þvingunarúrræða gagnvart einstaklingum með geðsjúkdóma gætu verið úr garði gerðar. Talsverðar kröfur eru gerðar til slíkra lagaheimilda, enda er með þeim verið að skerða frelsi manna sem nýtur meðal annars verndar í 67. gr. stjórnarskrárinnar og 5. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Efnislegar heimildir þurfa að innihalda margvíslegar upplýsingar og vera eins skýrar og nákvæmar og kostur er. Ennfremur þurfa að gilda reglur um meðferð slíkra mála. Stjórnsýslulög nr. 37/1993 gera ákveðnar lágmarkskröfur til stjórnsýslunnar um málsmeðferð en ekki var unnt að skera úr um það hvort þau myndu gilda við meðferð mála sem varða líkamlegar þvinganir.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject matter of this paper is to clarify the existing law that give administrative authorities permission to intervene in the lives of individuals, that suffer from mental illness and apply coercive measures against them, without prior approval from the courts. The objective of the discussion is to reveal whether existing law is adequate and if not, how it can be improved.
  The results showed that this kind of legal authority was mainly found in the act on majority no. 71/1997, i.e. incarceration and forced medication and treatment. It was revealed that there is no legal authority for physical coercive measures, such as containing a person with manual physical force. However, circumstances where it is necessary to apply take such a force may occur. Consequently the main finding of this thesis is that if it is necessary to use physical coercive measures, it is also necessary to stipulate it by law.
  By reviewing the statutory provisions of a similar nature it was possible to reveal some acceptable ways to present legal authority for physical constraints against people that suffer from mental illness. These kind of statutory provisions are required to be presented in a certain way, as it restricts the rights to liberty and security of a person governed by the 67th article of the constitution and article five of ECHR. These kind of statutory provisions need to contain a variety of information and be as clear and detailed as possible. Furthermore it is necessary to lay down rules about the procedure of these cases. Certain minimum requirements for administrative procedures are presented by the act on administration no. 37/1993, but it was not possible to determine whether they would apply in proceedings relating to physical coercion.

Samþykkt: 
 • 31.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7458


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð lokaeintak.pdf545.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna