en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/746

Title: 
  • is Hólmgöngur í Íslendingasögunum og öðrum forníslenskum bókmenntum : hólmganga sem íþrótt
Abstract: 
  • is

    Í þessu lokaverkefni verða hólmgöngur í íslenskum fornbókmenntum rannsakaðar og skoðaðar með tilliti til íþrótta. Sérstök áhersla verður lögð á frásagnir af hólmgöngum Íslendingasagnanna enda lýsingarnar nokkuð nákvæmar og sögurnar mörgum Íslendingum vel kunnar. Farið verður yfir það hvernig hólmgöngur fóru fram og hvaða reglum þær lutu. Ástæður hólmgangna verða skoðaðar, þróun þeirra og hvernig þær birtast í bókmenntum.
    Lokaverkefnið er byggt á rannsókninni íþróttir í fornbókmenntum sem báðir höfundar verkefnisins tóku þátt í hjá Guðmundi Sæmundssyni aðjúnkt hjá Kennaraháskóla Íslands. Þetta verkefni var tilvalið fyrir höfundana því annar hefur lokið BA prófi í íslensku en hinn BA prófi í þjóðfræði, báðir frá Háskóla Íslands, og hafa mikinn áhuga á fornbókmenntum. Í verkefninu voru öll atvik íþrótta skráð niður í öllum helstu íslensku fornbókmenntunum. Öll atvik hólmgöngu í Íslendingasögunum voru síðan skráð á sérstakan lista þar sem helstu upplýsingar hverrar hólmgöngu voru greindar og er sá listi í viðauka. Heimilda var einkum aflað í Gegni á Þjóðarbókhlöðunni og á bókasafni Kennaraháskóla Íslands auk þess sem leitað var að frekari upplýsingum og myndum á veraldarvefnum.
    Markverðustu niðurstöðurnar voru þær að hólmgöngur falla að mestu leyti undir skilgreiningar íþrótta bæði nútíma- og fornmanna. Hingað til hafa þær ef til vill frekar verið skilgreinar sem blóðugur bardagi en þar sem farið var eftir ströngum reglum, eins konar dómgæsla var á staðnum, ekki var barist til að drepa og fólk horfði á hólmgönguna sér til skemmtunar má álykta að hólmgangan hafi haft fleiri einkenni íþrótta en blóðugs bardaga.

Accepted: 
  • Sep 1, 2007
URI: 
  • is http://hdl.handle.net/1946/746


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Heildarskjal.pdf1.27 MBOpenHeildarskjalPDFView/Open