Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7465
Reisenzein (2009a) telur sig hafa leyst nokkrar langvinnar deilur um eðli geðhrifa (e. emotions) með tölvukenningu um hlutverk þeirra í „skipulagningu hugans“. Kenningasmíðar af þessu tagi byggjast þó á misskilningi á eðli hugrænna fyrirbæra. Þær eru afsprengi þess sem Ryle nefndi „hina viðteknu kennisetningu“. Wittgenstein taldi helstu ástæðu fyrir þessum misskilningi vera fordóma um eðli og hlutverk hugrænna hugtaka. Með því að styðjast við rök frá honum er sýnt fram á tómleika kenningar Reisenzeins. Hugræn fyrirbæri búa ekki í torskiljanlegum miðli sem þarf að kortleggja heldur sýna sig með margvíslegum hætti í lífi manna. Hinar svokölluðu „deilur“ eru tilkomnar vegna þess að fræðimenn skortir yfirsýn yfir þau hugtök sem koma við sögu. Þær verða leystar með því að skoða hvernig viðeigandi hugtök tengjast.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
RitgerðMartin.pdf | 392,77 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |