is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7468

Titill: 
  • Kyrrsetning eigna sakbornings á grundvelli 88. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála
  • Titill er á ensku Freezing the assets of the accused on the grounds of Article 88 on the Handling of Criminal Cases, no. 88/2008
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kyrrsetningarheimild 88. gr. sml. er mikilvæg ráðstöfun til að tryggja að eignir sakborninga verði til staðar þegar til dómsmeðferðar kemur, ef hætta er talin á að eignum verði ella skotið undan, þær glatist eða rýrni að mun. Heimildinni er einna helst beitt við rannsókn umfangsmikila efnahagsbrota og til tryggingar upptöku ólögmæts ávinnings. Þrátt fyrir að heimildin sé rótgróið úrræði í íslenskri löggjöf þá hefur henni lítið verið beitt í framkvæmd til þessa, en undanfarin ár hefur notkun hennar þó farið vaxandi. Þegar heimildin er skoðuð kemur í ljós að framkvæmd hennar er ekki skýrð í öllum tilvikum. Það er því mikilvægt að tekin verði afstaða til þeirra álitaefna sem snúa að framkvæmd hennar, enda er kyrrsetning íþyngjandi úrræði sem skerðir friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. gr. stjskr. og eignarétt sakborninga samkvæmt 72. gr. stjskr. Til að skýra heimildina og hlutverk hennar í framkvæmd er í þessari ritgerð fjallað um rannsóknir sakamála og þær heimildir sem lögregla og ákæruvald hafa til að tryggja að eignir sakborninga verði til staðar þegar til dómsmeðferðar kemur. Skilyrði heimildarinnar og framkvæmd eru skoðuð, auk þess sem fjallað er um tengsl hennar við upptöku ólögmæts ávinnings á grundvelli VII. kafla A. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að auki er mikilvægi hennar skoðað í tengslum við rannsókn umfangsmikilla efnahagsbrota og greinarmunur gerður á milli kyrrsetningarheimildar 88. gr. sml. og haldlagningarheimild 68. gr. sömu laga. Helstu niðurstöður eru að þörf sé á að löggjafinn taki afstöðu til þeirra álitaefna sem snúa að framkvæmd heimildarinnar, enda getur óljós beiting ákvæðisins haft skaðleg áhrif á rannsóknir sakamála og þá sakborninga sem heimildinni er beint að.

  • Útdráttur er á ensku

    The detention authorization in Article 88 of law no. 88/2008, on the Handling of Criminal Cases, is an important measure to ensure that assets of the accused will be present at trial, if there is considered risk that the assets will otherwise disappear, get lost or deteriorate. The source is mainly used when investigating large-scale economic crimes and to secure adoption of illegal proceeds. Although the source is an established resort in Icelandic legislation, it has seldom been enforced until recently. The provision of Article 88 affects fundamental human rights, and therefore it is important to take full regard to the principle of proportionality. Since its practice it rather unclear it’s important to take a stance against any issues regarding its enforcement. The paper will therefore discuss criminal investigations and powers of the investigators, to ensure that assets will be present when needed. The discussion is focused on the detention authorization of aforementioned Article 88 in connection to criminal cases and seeks to clarify its limits, and view its conditions and execution. The relationship between Article 88 and confiscation of illegal profit on the basis of chapter VII. of the Criminal Law, no. 19/1940, and its importance is viewed in context of large-scale economic crime investigations. Finally a distinction between detention authorization of Article 88 and seizure authorization found in Article 68 of the same Act, is made. The main conclusion is that the legislator needs to take a stance regarding the enforcement of the Article since it can have negative effects on both criminal investigation and the accused.

Samþykkt: 
  • 1.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7468


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kristin_ingileifsdottir_kyrrsetning.pdf730.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna