is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7474

Titill: 
 • Veiðifélög samkvæmt lax- og silungsveiðilögum nr. 61/2006
 • Titill er á ensku Association of river owners in accordance with the Act on Salmon and Trout Fishing, No. 61/2006
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Meginverkefni þessarar ritgerðar er að gera veiðifélögum ítarleg skil og þeim sérstöku sameignarreglum sem þau starfa eftir samkvæmt lax- og silungsveiðilögum nr. 61/2006. Þá verða kannaðar helstu breytingar sem lögin kveða á um fyrir umrætt réttarsvið og metið hvort þau leggi auknar skyldur á herðar veiðifélögum. Að lokum verður athyglinni beint að þeirri skylduaðild sem að veiðifélögum er og það kannað hvort slík skylduaðild standist ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar og þær kröfur sem Mannréttindasáttmáli Evrópu gerir til verndar eignarréttar og félagafrelsis.
  Þær eignarheimildir, sem fólgnar eru í veiðirétti í ám og vötnum, eru sérstaks eðlis. Umrædd auðlind, er í raun sérstök sameign allra þeirra fasteignareigenda sem land eiga að tilteknu fiskihverfi ferskvatnsfiska. Af hinu sérstaka eðli leiðir að eldri lagahugmyndir um einkarétt fasteignareiganda til veiði á og fyrir sínu landi lúta í lægra haldi fyrir meginreglum eignarréttar um sérstaka sameign og nýtingu hennar. Rétti fasteignareiganda til hagnýtingar þessarar auðlindar eru því settar að lögum eðlilegar og nauðsynlegar takmarkanir sem hafa það að markmiði að viðhalda skynsamlegri, hagkvæmri og sjálfbærri nýtingu hennar og verndun með hagsmuni annarra sameigenda að leiðarljósi.
  Með lax- og silungsveiðilögum nr. 61/2006 er veiðifélögum ætlað aukið hlutverk. Þannig verða veiðifélög í ákvörðunum sínum að fylgja málsmeðferðarreglum sem byggjast á grundvallarreglum stjórnsýsluréttar. Ákvarðanir þeirra eru nú kæranlegar til Fiskistofu án þess að veiðifélögum hafi verið veitt eiginleg staða stjórnvalds í skilningi stjórnsýsluréttar. Í ákvörðunum sínum um veiðinýtingu og verndun búsvæða þurfa veiðifélög að vera meðvituð um inntak sjálfbærrar nýtingar. Þegar veiðifélög rækja hlutverk sitt samkvæmt lögunum þurfa þau jafnframt að vera meðvituð um og taka tillit til varúðarreglunnar sem kveður á um að villtir dýrastofnar og umhverfi þeirra skuli njóta vafans í öllum ákvörðunum er lúta að nýtingu og verndun stofnanna og búsvæða þeirra. Þá má skortur á vísindalegum upplýsingum ekki verða til þess að ekki verði gripið til nauðsynlegra verndaraðgerða eða þeim slegið á frest.
  Telja verður í ljósi þeirra nánu hagsmunatengsla, sem eru á milli veiðiréttarhafa, að skylduaðild að íslenskum veiðifélögum standist ákvæði 74. gr. stjórnarskrárinnar. Af niðurstöðum í máli Chassagnou o.fl. gegn Frakklandi er hins vegar ekki unnt að fullyrða að skylduaðild að íslenskum veiðifélögum myndi í öllum tilvikum standast þær kröfur sem 11. gr., sbr. 9. gr. Mannréttindasáttmálans, gerir til verndunar hins neikvæða félagafrelsis. Það er þó ekki óvarlegt að fullyrða að meginþorri fólks sé hlynntur því að fiskstofnar í ferskvatni séu nýttir með skynsamlegum, hagkvæmum og sjálfbærum hætti í samræmi við markmiðsyfirlýsingu laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði. Af því má draga þá ályktun að í langflestum tilvikum stæðist skylduaðild veiðiréttarhafa að veiðifélögum 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.
  Þá verður að telja að skylduaðild að veiðifélögum standist eignarréttarákvæði 72. gr. íslensku stjórnarskrárinnar en hún ætti einnig að standast eignarréttarvernd 1. gr. 1. samningsviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu með vísan til sögu og markmiða eignarréttarákvæðis sáttmálans, valdheimilda dómstólsins og þá sérstaklega með vísan til markmiða og lagaumgjörðar skylduaðildar að veiðifélögum að íslenskum rétti sem er allt annars eðlis en í fyrrgreindum dómi í máli Chassagnou o.fl. gegn Frakklandi. Þannig er það grundvallaratriði að fjárhagslegir hagsmunir veiðiréttarhafa eru tryggðir með arðkerfi laga um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 og í raun eru umrædd, verðmæti sem fólgin eru í veiðiréttinum sem slíkum, hámörkuð.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this thesis is to provide a detailed account of associations of river owners (Icel. Veiðifélög), together with the special partnership rules according to which they operate, as provided for in the Act on Salmon and Trout Fishing, No. 61/2006. An examination is also undertaken of the principal changes made by the Act to the legal domain concerned, to assess whether the Act places additional obligations on the river owners’ associations. Finally, attention is focused on the mandatory membership to which river owners are subject, to examine whether such complies with the provisions of the Icelandic constitution and the requirements of the European Convention on Human Rights concerning protection of private property and freedom of association.
  Due to the unique nature of the resource concerned, normal and necessary restrictions are made by law to the rights of a property owner to its utilisation. These are aimed at maintaining rational, efficient and sustainable utilisation of the resource, with a view to the interests of other coowners.
  The Act on Salmon and Trout Fishing, No. 61/2006, expands the role of associations of river owners. It provides for associations of river owners to take their decisions following procedural rules based on the basic principles of administrative law. Their decisions can now be referred to the Directorate of Fisheries, even though river owners’ associations have not been granted actual status as public authority. When associations of river owners perform the role assigned to them by law, they must be conscious of the meaning of sustainable utilisation and have regard for the precautionary principle, which states that wild animal stocks and their environment are to enjoy the benefit of the doubt in all decisions concerning the utilisation and protection of stocks and their habitats.
  Given the closely related and mutual interests of the holders of angling rights, mandatory membership of Icelandic associations of river owners must be deemed to comply with the provisions of Art. 74 of the Constitution. To judge by the verdict in the case Chassagnou and others v. France, however, it cannot be asserted that the mandatory membership of Icelandic associations would in all instances satisfy the requirements set by Art. 11 cf. Art. 9 of the Convention on Human Rights for protection of negative freedom of association. It is safe to assert, however, that the vast majority of people are in favour of rational, efficient and sustainable utilisation of freshwater fish stocks, in accordance with the declared objective of Act No. 61/2006, on Salmon and Trout Fishing. From this it can be concluded that, in by far the greatest number of instances, mandatory membership of associations of river owners would comply with Art. 11 of the European Convention on Human Rights.
  Mandatory membership of associations of river owners must also be regarded as consistent with the provisions of Art. 72 of the Icelandic Constitution on private property, as well as the protection of private property provided for in Art. 1 of Protocol 1 of the European Convention on Human Rights, having regard to the history and objectives of the Convention’s provisions on property rights and the jurisdiction of the court. Here the objectives and legal framework for mandatory membership of river owners' associations under Icelandic law are of special significance and of a completely different nature than in the abovementioned case Chassagnou and others v. France. In this context it is of key importance that the financial interests of holders of angling rights are ensured with the dividend system of the Act on Salmon and Trout Fishing, No. 61/2006, in effect maximising the value inherent in the angling rights as such.

Samþykkt: 
 • 1.2.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7474


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harpa-Samuelsdottir_ML-2010 - Veiðifélög.pdf280.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna