is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7475

Titill: 
 • Tilkynningarskylda samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002
 • Titill er á ensku Notification to child protection authotities according to the Child Protection Act no. 80/2002
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum og ítarlega gerð grein fyrir hverju ákvæði fyrir sig. Í því samhengi er fjallað um uppruna barnaverndarlaga, Barnasáttmálann og starfsemi barnaverndaryfirvalda.
  Greint er frá ástæðum þess að tilkynningarskylda stofnast og fjallað ítarlega um hverja ástæðu. Réttarstaðan á Íslandi er stuttlega borin saman við Norðurlönd, og leiðir í ljós að tilkynningarskyldan hér á landi er einna víðtækust.
  Fjallað er um regluna um nafnleynd tilkynnanda samkvæmt barnaverndarlögum og mikilvægi þeirrar reglu fyrir virkni barnaverndarstarfsemi hér á landi. Farið er í verklagsreglur um tilkynningarskyldu fagaðila sem starfa með börnum og heilbrigðisstarfsmanna ásamt því að fjalla um siðareglur tilkynningarskyldra aðila. Greint er frá trúnaðarskyldu fagaðila sem hafa afskipti af börnum og hvernig reglan vegast á við tilkynningarskyldu fagaðila, en trúnaðarskyldan kemur fram í flestum siðareglum og lögum tilkynningarskyldra aðila. Greint er frá því hvaða atriði aftri einstaklingum frá því að tilkynna og hvaða ástæða geti legið þar að baki.
  Greint er frá fjölda tilkynninga sem bárust á tímabilinu 2005 til 2009 og fyrstu níu mánuði ársins 2010, meðal annars í því skyni að sjá hverjir tilkynni oftast og afhverju. Samanburður á fjölda tilkynninga á fyrrgreindu fimm ára tímabili leiðir í ljós að tilkynningum fer mjög fjölgandi milli ára, en ljóst er að það er ekki vegna fólksfjölgunar á landinu. Lögregla er sá tilkynningarskyldi aðili sem tilkynnir oftast á þessu tímabili. Auk þess má sjá að margar tilkynningar lögreglu leiða ekki til könnunar máls. Ekki er skýrt hvaða ástæður liggja að baki þess að lögregla tilkynnir oftast, ein skýring gæti verið sú að vinnubrögð lögreglu leiða til þess að of smávægileg tilvik eru tilkynnt auk þess sem ákvæði barnaverndarlaga um tilkynningarskyldu lögreglu er afar víðtækt.
  Vanræksla á tilkynningarskyldu á sér ýmsar skýringar svo sem regluna um trúnaðarskyldu, óöryggi tilkynningarskyldra aðila eða hræðslu við að nafnleynd verði aflétt.

Samþykkt: 
 • 1.2.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7475


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð Áslaug Heiða.pdf698.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna