is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7482

Titill: 
 • Opinbert eftirlit með byggingarframkvæmdum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ljóst er að mannvirkjagerð er viðamikill þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar og því mikilvægt að um það gildi regluverk sem er hvort tveggja skýrt og skilvirkt. Síðustu árin fyrir hrun íslenska hagkerfisins var byggt meira á landinu en nokkru sinni fyrr og með nýjustu byggingaraðferðum var byggingarhraðinn einnig orðinn meiri en áður hefur þekkst. Umræðan í þjóðfélaginu hefur verið á þá leið að meira sé um galla og óvandvirkni við byggingarframkvæmdir en áður. Frá fyrstu hugmynd til fullkláraðrar byggingar er langur vegur sem margir aðilar koma að. Það er þjóðarhagur að vandað sé til verka og er opinbert eftirlit með byggingar framkvæmdum sett til að tryggja það. Sé raunin sú að óvandvirkni hafi aukist er þörf á endurkoðun verka allra þeirra aðila sem að framkvæmdum koma.
  Ritgerð þessari er öðru fremur ætlað að varpa ljósi á hvort opinbert byggingareftirlit sé framkvæmt með skilvirkum hætti. Samkvæmt gildandi löggjöf ber byggingarfulltrúi hitann og þungann af eftirliti við mannvirkjagerð. Í ritgerðinni er leitað svara við spurningunni hvort úrræði þau sem byggingarfulltrúa standa til boða í byggingarreglugerð sé beitt þegar aðilar á byggingarmarkaði fara á skjön við gildandi lög og reglugerðir eða deiliskipulag. Þá er einnig skoðað hvort frumvarp til mannvirkjalaga taki á annmörkum þeim sem kunna að hafa komið í ljós í tíð gildandi laga. Er yfirferð þessi því hvort tveggja í senn skoðun á núverandi ástandi ásamt því að leggja mat á þær breytingar sem fram koma í frumvarpinu. Er það von höfundar að reynsla manna af gildandi löggjöf verði til þess að tekið verði á þeim annmörkum sem komið hafa í ljós í nýjum mannvirkjalögum.

 • Útdráttur er á ensku

  It is clear that construction is an important factor in the nation‘s economy and therefore it is essential to have a regulatory environment, concerning that factor, that is both clear and efficient. In the last years before the collapse of the Icelandic economy there was more construction activity than ever before and with modern construction methods the speed was noticeably higher than ever as well. Public discussion in the society has been that defects and lack og workmanship are more frequent in construction than before. From the initial idea all the way to a built and ready structure is a long way where many parties take part. It is in the national benefit to prepare carefully when in construction, and in order to make sure it is done that way, public supervision is executed. If increased carelessness is the case a revision of all participants´ input in projects is required.
  This treatise is primarily intended to shed light on whether a public supervision on consrtucion is executed in an efficient way. According to the current legislation, a building officer plays the leading role when it comes to supervising construction. This treatise makes an effort to find answers to the question wheather the remedies and measures available to a building officer in regulations of construction are in fact applied when the construction market acts contrary to current law and legislation or detailed land-use plan. It examines whether a bill to a new Construction Act addresses the imperfections that have been determined under the current law. Therefore this review is both an examination on the present situation as well as estimating the changes that are introduced in the bill. It is the author’s hope that the experience drawn from the current legislation will serve to have the bill introduce an improved legal environment and more efficient application of the law.

Samþykkt: 
 • 1.2.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7482


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erling Magnusson ML-2010.pdf706.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna