Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7487
Í ritgerð þessari er fjallað um sögu staðgöngumæðrunar í Bretlandi og leitast við að svara því hvort reynsla af staðgöngumæðrun í Bretlandi nýtist við mat á lögleiðingu staðgöngumæðrunar á Íslandi. Fjallað er um staðgöngumæðrun á almennan hátt og greint frá læknisfræðilegum, siðfræðilegum og lögfræðilegum álitaefnum staðgöngumæðrunar. Greint er frá framkvæmd staðgöngumæðrunar á Íslandi í dag og í ritgerðinni er að finna viðtöl höfundar við Íslendinga sem hafa persónulega reynslu af staðgöngumæðrun. Farið er yfir það hverjir það eru sem þurfa á staðgöngumóður að halda til að eignast barn, en erfitt er að meta hversu mikil sú þörf er þar sem ekki liggja fyrir neinar upplýsingar þess efnis. Staðgöngumæðrun hefur ávallt verið lögleg í Bretlandi en sett voru lög árið 1985 sem takmörkuðu heimild til staðgöngumæðrunar að verulegu leyti. Bresk yfirvöld hafa fjallað ítarlega um staðgöngumæðrun og gefið út tvær viðamiklar skýrslur um efnið. Rannsóknir hafa verið framkvæmdar í Bretlandi á áhrifum staðgöngumæðrunar á staðgöngumæður, verðandi foreldra og börn sem hafa fæðst af staðgöngumæðrum. Niðurstöður þessara rannsókna gefa til kynna að staðgöngumæðrun hafi almennt jákvæð áhrif á alla aðila. Staðgöngumæðrun hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig í Bretlandi, þar sem dómar hafa fallið þar vegna þess. Í ritgerðinni er farið yfir kosti og ókosti við lögleiðingu staðgöngumæðrunar á Íslandi, auk þess sem fjallað er um kostnað sem hlýst af staðgöngumæðrun. Niðurstaða umfjöllunarinnar er að sú mikla reynsla sem er fyrir hendi í Bretlandi gagnist vel við mat á því hvort lögleiða eigi staðgöngumæðrun á Íslandi. Bæði kostir og gallar framkvæmdar staðgöngumæðrunar í Bretlandi gagnast við mat á því hvernig beri að haga löggjöf hér á landi og hvað beri sérstaklega að varast. Vegna stöðu staðgöngumæðrunar á Íslandi í dag, þá er talið að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið með lögleiðingu hennar hér á landi.
This thesis discusses the history of surrogacy in Britain. One of the aims is to find out whether Britain´s experience of surrogacy is useful in evaluating the legalisation of surrogacy in Iceland. Surrogacy is discussed in general and the medical, ethical and legal issues that may arise in connection with surrogacy are addressed. The position of surrogacy in Iceland today is covered. This thesis contain interviews with Icelanders that have personal experience of surrogacy. The fact that Icelanders have personal experience of surrogacy indicates that there is a need for surrogacy in Iceland, but no data is available on how great the need is. Surrogacy has always been legal in Britain. However legislation that limits authority to surrogacy substantially was passed in 1985. British authorities have discussed surrogacy in detail and released two extensive reports on the subject. Studies have been conducted in Britain on the effects of surrogacy on surrogate mothers, intended parents and children born through surrogacy. The results of these studies indicate that surrogacy has positive effects on all parties. However surrogacy has not been entirely free of trouble as there have been court cases on the matter. The thesis cover the advantages and disadvantages of legalisation of surrogacy in Iceland and discusses the cost, both for individuals and the state´s treasury. The conclusion is that the great experience on surrogacy which has been established in Britain is essential when deciding whether to legalize surrogacy in Iceland or not. Both the pros and cons of surrogacy in Britain assist in assessing how to perform the legislation in Iceland and what should be avoided. Because of the position of surrogacy in Iceland today, it is believed that Icelander´s interests are better served by legalising surrogacy in Iceland.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Stadgongumaedrun-i-Bretlandi.pdf | 575,79 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |