Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/750
Tilgangur verkefnis var að kanna viðhorf foreldra fatlaðra barna til þjónustu frístundaheimila Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og skoða hvort munur er á ánægju foreldra með þjónustuna eftir því hvort börnin eru á frístundaheimili við sérdeild/sérskóla eða á almennu frístundaheimili. Í því skyni var spurningakönnun send í tölvupósti til foreldra 79 barna sem hafa stuðningsaðila með sér á frístundaheimilinu. Auk þess voru viðtöl tekin við þrjá foreldra fatlaðra barna á frístundaheimilum. Niðurstöður gefa til kynna að foreldrar barna á frístundaheimilum við sérdeild/sérskóla séu ánægðari með þjónustuna en foreldrar barna á almennum frístundaheimilum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarskjal.pdf | 1.49 MB | Opinn | Heildarskjal | Skoða/Opna |