en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7504

Title: 
  • is Áhrif loftslagsbreytinga á æxlun hálendisgróðurs
Submitted: 
  • February 2011
Abstract: 
  • is

    Rannsóknin fól í sér að kanna hvort loftslagsbreytingar kunni að hafa áhrif á æxlunarátak og –árangur hálendisgróðurs á Íslandi. Notast var við tilraunasvæði ITEX á Auðkúluheiði við framkvæmd tilraunarinnar. Tilraunauppsetningin felur í sér að girt hefur verið af svæði og þar komið fyrir 10 reitum með harðplastskýlum og 10 viðmiðunarreitum án skýla. Plastskýlin gegna því hlutverki að hækka hitastig loftsins um 1-3°C og líkja þar með eftir áhrifum loftslagsbreytinga. Valdar voru fjórar tilraunategundir þ.e. fjalldrapi, krækilyng, stinnastör og kornsúra og voru breytur eins og fjöldi blóma, fjöldi fræja, þyngd fræja og hæð mældar. Helstu niðurstöður eru að loftslagsbreytingar muni líklega ekki verða til þess að æxlunarátak tilraunartegunda muni aukast til muna. Hins vegar komu fram vísbendingar um að loftslagsbreytingar gætu orðið til þess að æxlunarárangur fjalldrapa muni aukast. Ekki reyndist vera augljóst samband á milli fjölda blóma fjalldrapa og krækilyngs og hæðar plantnanna.

Accepted: 
  • Feb 1, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7504


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_skyrsla_GKH.pdf1.4 MBLockedHeildartextiPDF