is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7507

Titill: 
  • Hvert er vægi þeirra sönnunargagna sem aflað er með sérstökum rannsóknaraðferðum?
  • Titill er á ensku What is the weight of the evidence obtained by extraordinary research methods of the police?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um sérstakar rannsóknaraðferðir, sem lögfestar eru í 89. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Tilgangur ritgerðarinnar er að leita svara við rannsóknarspurningunni: „Hvert er vægi þeirra sönnunargagna sem er aflað með sérstökum rannsóknaraðferðum?
    Til þess að hægt væri að svara rannsóknarspurningunni var nauðsynlegt að byrja á að skilgreina hugtakið „sérstakar rannsóknaraðferðir“ og fjalla um þær rannsóknaraðferðir sem fallið geta undir hugtakið. Hugtakið var bæði skilgreint út frá innlendum og erlendum rétti. Við vinnslu ritgerðarinnar var stuðst við ýmis fræðirit sem tengjast ritgerðarefninu og innlendar sem erlendar skýrslur um rannsóknaraðferðir lögregluyfirvalda. Reifuð eru mikilvæg dómafordæmi, innlend og erlend, sem gefa skýrari mynd af efni ritgerðarinnar. Gerð er grein fyrir aðdraganda lagasetningar um sérstakar rannsóknaraðferðir og vöngum velt um beitingu aðferðanna í komandi framtíð. Þeim aðstæðum sem rannsóknaraðferðunum er beitt við eru gerð skil og fjallað um við hvaða skilyrði er heimilt að notast við þær. Möguleikanum á misnotkun lagaákvæðis um sérstakar rannsóknaraðferðir er velt upp.
    Helsta álitaefni ritgerðarinnar, hvert vægi þeirra sönnunargagna sem aflað er með sérstökum rannsóknaraðferðum sé, er svarað. Sú sérstaða sem telja verður að sérstakar rannsóknaraðferðir hafi benda sterklega til þess að þau sönnunargögn sem aflað er með slíkum aðferðum geti í ýmsum tilvikum vegið þyngra en gögn sem aflað er með öðrum rannsóknaraðferðum. Forvirkum rannsóknaraðferðum eru gerð skil og fjallað um hvort þörf sé á slíkri lagaheimild hér á landi. Að lokum eru helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis focuses on extraordinary research methods of the police, that are statutory in the 89th article of the law on criminal procedure nr. 88/2008. The purpose of the thesis is to answer the research question: “What is the weight of evidence obtained with extraordinary research methods by the police?" In order to be able to answer the research question, it was necessary to begin to define the term "extraordinary investigative techniques" and discuss the investigative techniques that may fall under the term. The term was defined by both domestic and international law. Work on this thesis was based on various literature related to subject, and domestic and foreign reports of the investigative police. Commenting on judicial precedents, domestic and foreign, is important and gives a clearer picture of the topic duscussed in this thesis. In this thesis the run-up to changes in legislation on extraordinary investigative techniques,is clarified, and possible scenarios for the methods’ application in the future discussed. The circumstances in which the special research methods are applied are discussed, and the conditions that may be used against those research methods. The possibility of misuse of extraordinary investigative measures, is discussed.
    The main issue of the thesis, the weight of evidence obtained by extraordinary methods, is answered. The uniqueness, which extraordinary research methods must be considered to have, strongly suggests that the evidence obtained by such methods can in many cases weigh more heavily than data obtained by other research methods.
    Proactive investigative methods are discussed and speculated upon the need for such a legal authority in Iceland. Finally, the main results of the thesis are summarized.

Samþykkt: 
  • 2.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7507


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HildurGeorgsdottir_ML-2010.pdf328.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna