is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7509

Titill: 
 • Réttindi fanga í íslenskum fangelsum
 • Titill er á ensku The Rights of Prisoners in Icelandic Prisons
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er gerð grein fyrir réttindum fanga í íslenskum fangelsum. Fjallað er um sögulega þróun á réttindum fanga og hugleitt hvernig þróun á mannréttindum hefur haft áhrif á réttarstöðu fanga. Skoðuð eru tvenns konar réttindi fanga, en það eru annars vegar almenn mannréttindi og hins vegar sérstök réttindi sem fangar njóta eingöngu af þeirri ástæðu að þeir eru vistaðir í fangelsi.
  Fangar njóta sömu mannréttinda og aðrir þegnar landsins, hins vegar geta þeir ekki nýtt sér þessi réttindi í sama mæli og frjálsir menn. Sérstök réttindi fanga kallast þau réttindi sem eingöngu koma til vegna fangavistar, svo sem heimildir til bréfaskipta, símtala, réttur til að þiggja heimsóknir og fleira. Lög um fullnustu refsinga kveða á um slík sérstök réttindi. Til að varpa ljósi á réttindi þessi er farið yfir mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar sem til álita geta komið þegar um einstakling í afplánun er að ræða. Jafnframt er farið yfir lög um fullnustu refsinga nr. 49/2005.
  Þá er fjallað ítarlega um 68. gr. stjórnarskrárinnar sem mælir fyrir um bann við pyndingum og annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, auk banns við nauðungarvinnu. Ákvæði þeirrar greinar er sérstaklega ætlað að skírskota til aðstæðna þar sem einstaklingur hefur verið sviptur frelsi sínu, enda getur verið meiri hætta á, en ella, að maður sæti ómannúðlegri meðferð eða refsingu þegar honum er haldið gegn vilja sínum.
  Þá njóta sérstakir fangahópar ríkari réttinda, en það eru langtímafangar, erlendir fangar og ungir fangar.
  Hins vegar er ekki nægilegt að hafa reglurnar heldur verður framkvæmdin að vera í samræmi við þær og komist er að þeirri niðurstöðu að úrbóta er þörf einkum hjá kvenföngum og geðsjúkum, en sakhæfum, föngum.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper addresses the rights of prisoners in Icelandic prisons. The historical development of these rights is discussed and consideration is given to how development of human rights has affected the legal status of prisoners. Prisoners have two kinds of rights; human rights and specific rights. Prisoners are entitled to specific rights, because they are in prison.
  Persons, who are imprisoned, retain all their rights as human beings, with the exception of those rights, that have been lost, as a consequence of the deprivation of their freedom. People, who are sent to prison, retain other rights as human beings. For example, the right to send or receive letters, the right to make telephone calls and other. The Act on Execution of Sentences provide for such specific rights. To explain these specific rights, the human rights provisions of the Icelandic Constitution, which may be considered when individuals serve a prison sentence, is examined. The Act on Execution of Sentences, no. 49/2009 is also discussed.
  Article 68 of the Icelandic Constitution, which provides the prohibition of torture or inhuman or degrading treatment or punishment, and prohibition of forced labor, is addressed. The provisions of the Article are particularly intended to refer to circumstances where an individuals has been deprived of their freedom, which may put the individuals at a higher risk of being the victim of inhuman treatment or punishment, subject to the person being held against their will.
  Specific groups of prisoners also retain other rights, these groups are long-term prisoners, foreign prisoners and young prisoners up to the age of 21.
  However, having rules is not enough. Acts must be carried out in accordance with the rules. Improvement is needed, especially for female prisoners and mentally ill prisoners.

Samþykkt: 
 • 2.2.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7509


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Réttindi fanga í íslenskum fangelsum.pdf562.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna