is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7510

Titill: 
  • Iðnaðarverkfræði og mjólkurvinnsla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í greininni er þeirri spurningu svarað hvernig iðnaðarverkfræði geti nýst hinum ýmsu hliðum mjólkurvinnslu með sérstakri áherslu á ostaframleiðslu. Sérstök umfjöllun er um þau verkefni sem áður hefur verið ráðist í á þessu sviði. Starfsemi og framleiðsla Mjólkursamlags Skagfirðinga er kynnt en höfundur dvaldi á Sauðárkóki yfir sumarmánuði 2009 og þróaði lausnir til þess að leysa framleiðslu-og stjórnunartengd vandamál. Viðbót fyrir Excel, var þróuð í Visual Basic, sem hjálpar til við skipulagningu vakta er lýst. Notandi setur inn grunnupplýsingar um vakt hvers dags og úttak forritsins er myndræn framsetning á því hvernig mönnunarþörf breytist yfir daginn, ásamt upplýsingum um kostnað vegna starfsfólks og Gantt-rits fyrir ostaframleiðsluna. Hermilíkan fyrir ostaframleiðsluna var einnig þróað og forritað til þess að staðfesta flöskuháls og kanna hvernig hægt sé að annaðhvort auka framleiðslugetuna eða stytta vaktir. Stærsti hluti verkefnisins var hinsvegar þróun og forritun stýririta sem voru einnig útfærð sem viðbót í Excel, sem gerir notenda kleift að teikna stýririt fyrir valin gildi með mjög skömmum hætti. Það nýtist vel til þess að draga úr sveiflum í þyngd lokaafurðar í ostaframleiðslu. Starfsmannakostnaður er um 5% af heildarveltu Samlagsins en hráefniskostnaður um 60%. Því er öll viðleitni til aukinnar nýtingar hráefnis mjög til góða og vonandi verða stýriritin gagnleg í því samhengi.

Styrktaraðili: 
  • Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga
Samþykkt: 
  • 2.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigrSigMSritgerð.pdf1.23 MBLokaðurHeildartextiPDF