en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Lagadeild > ML verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7511

Title: 
 • is Skattlagning aðila með takmarkaða skattskyldu sbr. 8.tölul. 3. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt
 • Taxation of a party with limited taxability accorting to article 3, paragraph 8 of the Income Tax Act, no. 90/2003
Submitted: 
 • December 2010
Abstract: 
 • is

  Árið 2009 var lagt fram frumvarp til breytinga á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt sem kvað á um að aðilar með takmarkaða skattskyldu skyldu greiða tekjuskatt af vaxtatekjum sem myndast hér á landi. Frumvarpið var samþykkt og er breytinguna að finna í 8. tölul. 3. gr. laga um tekjuskatt. Tilgangur þessarar ritgerðar er að fjalla almennt um ákvæðið og að skoða hvort ákvæðið sé í andstöðu við fjórfrelsisákvæði EES samningsins.
  Ákvæðið virðist við fyrstu sýn mjög einfalt en við nánari skoðun kemur í ljós að erfitt er að átta sig á hvaða tekjur aðila með takmarkaða skattskyldu teljast vera vaxtatekjur. Ákvæðið er jafnframt fráhrindandi fyrir erlenda fjárfesta sem hafa hug á að fjárfesta hér á landi sem getur leitt til þess að skattgreiðslunni sé velt yfir á íslenska lánþega eða að þeir fjárfesti síður hér á landi.
  Þegar frumvarpið var samþykkt á Alþingi voru engar vangaveltur um hvort lagaákvæðið stæðist samningsskuldbindingar sem Ísland gekkst undir með lögfestingu EES samningsins. Í lögum um EES samninginn finnast ekki ákvæði sem kveða á um skattlagningu aðildarríkjanna en samt sem áður verða aðildarríki að gæta þess að lagaákvæði, sem varða skattlagningu, brjóti ekki í bága við fjórfrelsisákvæði EES samningsins. Við skoðun á því hvort að 8. tölul. 3. gr. laga um tekjuskatt brjóti í bága við frjálst flæði fjármagns kom í ljós að skattheimtan mismunar aðilum með ótakmarkaða skattskyldu og aðilum með takmarkaða skattskyldu. Jafnframt gæti ákvæðið hindrað erlenda fjárfesta við að komast inn á íslenskan markað.

Description: 
 • is Lögfræði
Accepted: 
 • Feb 2, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7511


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
14 desember.pdf519.39 kBLockedHeildartextiPDF