is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7512

Titill: 
  • Eftirlit með sveitarfélögum samkvæmt 102. og 103. gr. sveitastjórnarlaga nr. 45/1998
  • Titill er á ensku Supervision with local government in provisions 102 and 103 of the local government code no. 45/1998
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Saga sveitarfélaga á Íslandi er löng. Sveitarfélögin voru lengst af sjálfstæð en sjálfstæði þeirra var formlega afnumið árið 1809 og endurheimtu þau sjálfstæði sitt 4. maí 1872. Í 78. gr. stjórnarskrár Íslands er ákvæði um sjálfstjórn sveitarfélaga og tryggir það þeim vissan sjálfstjórnarrétt. Það hefur verið talið samræmast sjálfstjórnarréttinum að ríkið hafi eftirlit með sveitarfélögum og er það er í höndum Alþingis að ákveða með hvaða hætti slíku eftirlit er háttað. Í þessari ritgerð er fjallað um þetta eftirlit sem kveðið er á um í 102. og 103. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Fjallað er um hvaða áhrif sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga hefur á slíkt eftirlit. Ítarlega er fjallað um hvernig eftirlitinu er hagað í framkvæmd og hvernig það hefur þróast. Stuðst er við úrskurði og álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins einnig er litið til álita umboðsmanns Alþingis. Einnig er fjallað um helstu málsmeðferðarreglur sem sveitarstjórnir eiga að taka tillit til þegar þær taka ákvarðanir. Einnig er fjallað um þau ákvæði framvarps að nýjum sveitarstjórnarlögum sem snúa að eftirlit ríkisins með sveitarfélögum. Sökum þess hve víðtækt ákvæði 1. mgr. 103. gr. svsl. hefur ráðuneytið túlkað úrskurðarvald sitt í málefnum sveitarfélaga rúmt. Í frumvarpi til nýrra sveitarstjórnarlaga er þessari þróun snúið við og ákvæðið þrengt til muna. Farið er yfir breytingar á heimildum ráðuneytisins til eftirlits með sveitarfélögum sem koma til með að eiga sér stað verði frumvarpið að lögum án breytinga.

  • Útdráttur er á ensku

    History of local government in Iceland is long. Local governments were for the most part independent but their independence was formally abolished in 1809 and regained on 4 May 1872. Article 78th of the Icelandic constitution ensures the local governments certain political rights. It has been considered consistent with the political right that the state government has supervision with the local governments; it is the responsibility of the parliament to decide how such supervision is conducted. This thesis covers this supervision which is stated in provisions 102 and 103 of the local government code no. 45/1998, it also covers the impact that the political rights of local governments have on such supervision. Then will be discussed how this supervision is conducted in practice and how it has developed. The ruling and the opinion of transport and local government ministry will be cited also the opinion of umboðsmaður Alþingis. Also discusses the rules the local governments should take into consideration when they make decisions. Also will the provisions of a draft of a new bill to local governments code relating to the state´s supervision with the local governments. Because of how general provision 103 is the ministry has interpreted its arbitrament in matters of local government wide. In the draft of a new bill to local government code is this development reversed and the provision narrowed considerably. Enormous changes will occur in the provisions that allow the ministry to supervise the local authorities if the draft of the new bills to local governments act will pass without great changes.

Samþykkt: 
  • 2.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LMS-102. og 103. gr. sveitarstjórnarlaga.pdf680.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna