Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7515
Í þessu verkefni er viðfangsefnið, vetrarnotkun almenningsgarða. Skoðaðir voru tveir garðar, Miklatún og Seljatjörn, tilurð þeirra og hönnun. Íbúar í nágrenni við garðana voru spurðir og
leitast við að kanna hver notkunin er á veturna. Viðhorf íbúanna til garðana var kannað og hvað mætti betur fara. Könnunin var tvíþætt. Annarsvegar var lögð fyrir íbúa hverfana við Miklatún netkönnun, en farið í dvalarheimili fyrir aldraða, Seljahlíð við Seljatjörn, og rætt við starfsfólk og íbúa þar. Niðurstaðan kom ef til vill ekki á óvart, en hún er sú að notkunin er ekki mikil á vetrum. Ástæðan fyrir þessari litlu notkun er hins vegar áhugaverð, en segja má að grundvallar þættir eins og sæti, stígar og lýsing er ábótavant. Ennfremur vantar í garðana eitthvað við að vera. Og allir voru sammála um að garðarnir eru mjög mikilvægir í umhverfinu og að það þurfi að huga mun betur að þeim en nú er gert. Úrtakið var ekki stórt, þ.a.l. eru niðurstöður ekki marktækar sem slíkar. Þær eru þó ákveðin vísbending um þetta
málefni sem vert er að skoða enn frekar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vetrarnotkun_loka.pdf | 10,94 MB | Opinn | Skoða/Opna |