is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7520

Titill: 
  • Bergfræði Fimmvörðuhálshrauns 2010, samanburður við Eyjafjöll, Kötlu og Vestmannaeyjar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi í mars 2010 og þykir staða þess milli Eyjafjalla- og Kötlukerfa óljós. Hér er fjallað um nokkrar af þeim rannsóknum, sem gerðar hafa verið á Eyjafjalla-, Kötlu og Vestamannaeyjakerfunum er varða berg- og steindafræði. Gangur eldgossins á Fimmvörðuhálsi 2010 er rakinn, smásjárlýsingar á hraunsýnum og efnagreiningar steinda í örgreini voru gerðar. Eins var notast við efnagreiningar frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sem og niðurstöður Mössbauer-mælinga Haraldar P. Gunnlaussonar. Að lokum er Fimmvörðuhálshraun 2010 borið saman við Eyjafjöll, Kötlu og Vestmannaeyjar.
    Hraunsýnin sem voru skoðuð eru dílótt basalt af millibergröðinni, með kristallaðan og glerjaðan grunnmassa. Sýnin eru töluvert oxuð vegna vatns og súrefnis andrúmsloftsins. Stærri dílar eru plagíóklas og ólivín með kjarnann frumstæðari en jaðrana. Minni dílar eru mest plagíóklas og pýroxen en einnig ólivín. Samsetning þeirra er gjarnan svipuð samsetningu jaðra stærri kristallanna en samsetning pýroxen er einsleit. Málmsteindir gefa til kynna að hafa kristallast við 1060 °C.
    Til samanburðar við kerfin í kring svipar Fimmvörðuhálshrauni 2010 mikið til basalts í Eyjafjöllum hvað varðar heildarefnasamsetningu og samsetningu steinda. Það er hins vegar athyglisvert að svo virðist sem á Fimmvörðuhálsi hafi gosið tvenns konar hrauni, með Kötlusamsetningu og hrauni með samsetningu Eyjafjalla. Þetta ætti að kanna nánar.

Samþykkt: 
  • 3.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_gudmunda_maria_loka.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna