is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7522

Titill: 
 • Skógeyjarsvæðið í Nesjum í Hornafirði. Kortlagning landbreytinga
 • Titill er á ensku The Skógey area in Hornafjörður, SE Iceland. Mapping of land changes
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Mikill árangur hefur náðst víða um land í uppgræðslu. Skógeyjarsvæðið í Nesjum í Hornafirði er gott dæmi um þar sem vel hefur til tekist. Eftir árhundraða, eða jafnvel mun lengri ágang Hornafjarðarfljóta var svæðið orðið sandauðn að miklu leyti. Með tilkomu þjóðvegarins, brúa og varnargarða norðan svæðisins snemma á 7. áratug síðustu aldar varð til tækifæri til að endurheimta þann gróður sem talinn er hafa verið á svæðinu fyrr á öldum. Með samstilltu átaki heimamanna, Vegagerðarinnar og Landgræðslu ríkisins var umfang ánna sunnan þjóðvegar heft með varnargörðum seint á 8. áratugnum og á fyrri hluta 9. áratugarins.
  Rannsóknin gengur út á að kanna hvernig útlit svæðisins hefur breyst á þeim áratugum sem liðnir eru frá tilkomu vegarins. Aðferðin felst í því að nota loftmyndir til að greina yfirborðsgerðir á svæðinu á þremur mismunandi tímum. Ártölin sem um ræðir eru 1946, 1989 og 2003.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að á öllu tímabilinu hefur hlutfall gróins lands stóraukist. Heildarstærð svæðisins er rúmlega 4.200 hektarar. Á öllu tímabilinu, 1946-2003, jókst flatarmál gróins lands úr tæplega 900 ha upp í tæplega 2.900 ha. Að sama skapi minnkaði flatarmál ógróins lands úr rúmlega 3.300 ha niður í rúmlega 1.300 ha. Niðurstaðan er því í stuttu máli sú að þær aðgerðir sem farið var í til að endurheimta þetta gróskumikla svæði hafa tekist með ágætum.
  Lykilorð: Landfræði, kortlagning, loftmyndatúlkun, fjarkönnun, Skógey, Hornafjörður, Hornafjarðarfljót.

 • Útdráttur er á ensku

  In many places around Iceland, good results have come from efforts in revegetation. The Skógey area in Hornafjörður in the south east of Iceland is a perfect example of a relatively successful effort. After centuries, or even a longer time, of the river Hornafjarðarfljót spreading over the whole area, it was becoming a barren wasteland of sand, water and glacial river sediments. In the early 1960s a road was laid north of the area and the rivers were controlled by dykes and bridges. Then people realized that they had a great opportunity to reclaim some of the vegetation that is believed to have been there in the past. With a collected effort from locals, The Icelandic Road Administration and the Soil Conservation Service of Iceland, the spreading of the rivers south of the road was reduced with dykes in the late 1970s to the early 1980s.
  This research is meant to tell us how the area has changed in the decades since the road was built. The method is based on using aerial photographs to identify different types of surface in three different dates. The years in question are 1946, 1989 and 2003.
  The main results of the research are that during the whole period, the percentage of vegetated land in the whole area has vastly increased. The whole area is over 4,200 hectares. During the whole period, 1946 – 2003, the vegetated area grew from just under 900 ha to just under 2,900 ha. On the other hand, the area with little or none vegetation decreased from little over 3,300 ha down to little over 1,300 ha. The main conclusion is basically that the effort of the abovementioned stakeholders to reclaim this highly vegetated area has been a great success.
  Keywords: Geography, cartography, aerial photograph interpretation, remote sensing, Skógey, Hornafjörður, Hornafjarðarfljót river.

Samþykkt: 
 • 3.2.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7522


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - SÓJ 2011.pdf2.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna