en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7526

Title: 
  • Title is in Icelandic Sagnfræðileg landupplýsingakerfi. Eyrarhreppur hinn forni frá 1703 til 1860
  • Historical GIS. A study in the ancient parish of Eyrarhreppur from 1703 until 1860
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Sagnfræðileg landupplýsingakerfi eru nýtt og ört vaxandi svið innan sagnfræðilegrar landfræði. Í þessu verkefni verður látið á það reyna með hjálp landfræðilegra upplýsingakerfa að skrásetja byggðasögu í litlum hrepp á Vestfjörðum. Eyrarhreppur hinn forni í Skutulsfirði sem nú er hluti af Ísafjarðarsýslu er hér tekinn fyrir sem prufusvæði til að meta kosti og galla sagnfræðilegra landupplýsingakerfa við íslenskar aðstæður. Lokaafurð verkefnisins verður LUK gagnagrunnur sem samanstendur af ýmsum heimildum úr byggðasögðu hreppsins. Þær helstu eru: Túnakort, landamerkjabréf, örnefnaskrár, jarðabækur, búnaðarskýrslur, manntöl og ýmis önnur kort af svæðinu t.d. Herforingjaráðskortin dönsku. Verkefnið nær yfir tímabilið 1703 til 1860 og byggir á fjórum grunnkortum sem hvert táknar tímabil í sögu hreppsins, tímabilin eru 1703, 1816, 1835 og 1860. Árið 1703 voru 12 lögbýli innan hreppsins en 1860 hafði þeim fjölgað í 14, ásamt því að kaupstaðurinn Ísafjörður hafði verið stofnaður. Verkefnið tekur mið af því frá upphafi að öll framsetning á efninu verði sem þægilegust bæði fyrir höfund og þá sem hafa áhuga á því að kynna sér efnið. Þannig varð það ljóst í upphafi þess að Veraldarvefurinn yrði notaður sem miðill til framsetningar á efninu. Með því að nota Veraldarvefinn sem miðil opnast möguleikar á því að tengja við grunninn þær heimildir sem þegar eru vistaðar þar. Þar vegur þyngst manntalsvefur Þjóðskjalasafns Íslands en hluti af verkefninu er að tengja íbúafjölda hreppsins við grunninn með geocoding aðferð í forritinu ArcMap.Verkefnið er unnið með Arc Info forrita pakkanum frá ESRI en er ætlað að kanna aðra möguleika til slíkrar vinnslu.

Accepted: 
  • Feb 4, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7526


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bs_Kristinn_Edvardsson.pdf5.15 MBOpenHeildartextiPDFView/Open