Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7528
Í þessari ritgerð er fjallað um utanríkisstefnu Sýrlands og hlutverk Líbanon í þeirri stefnu út frá raunsæis- og nýraunsæishyggjunni (e. realism og neorealism). Í ritgerðinni er leitast við að svara því hvort utanríkisstefnan frá myndun ríkisins og til dagsins í dag hafi byggt á þeim kenningum. Ritgerðin skiptist í fjóra meginkafla. Fjallað er um raunsæis- og nýraunsæiskenningar og þær tengdar við alþjóðakerfið í Mið-Austurlöndum. Enn fremur er fjallað um myndun ríkjanna tveggja, þ.e. Sýrlands og Líbanon út frá heimsvaldastefnu Frakka. Borgarastríðið í Líbanon er til umfjöllunar en átökin þar og endalok stríðsins höfðu mikil áhrif á samskipti Sýrlands og Líbanon. Einnig er stefna Sýrlands í utanríkismálumkrufin ásamt hlutverki og stöðu Líbanon í þeirri stefnu. Raunsæis- og nýraunsæishyggja hefur verið undirstaðan í þeirri stefnu en arabísk þjóðernishyggja (e. Arabism, og Pan-Arabism) hefur einnig verið nýtt sem tæki til að styrkja stöðu Sýrlands. Fjallað er sérstaklega um Hafez al-Asad, fyrrum forseti Sýrlands sem lést árið 2000. Hann var sá sem hafði mestu áhrif á utanríkisstefnu Sýrlands frá myndun hins sjálfstæða ríkis árið 1946. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að utanríkisstefna landsins byggði að miklu leiti á raunsæis- og nýraunsæishyggjunni og var hlutverk Líbanon mikilvægt allt til ársins 2005 þegar sýrlenskir hermenn yfirgefa landið.
Lykilorð: Stjórnmálafræði, Utanríkisstefna, Sýrland, Líbanon, Raunsæishyggja
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð.pdf | 330,66 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |