is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7530

Titill: 
  • Mat á próffræðilegum eiginleikum íslenskrar útgáfu Lífsánægjukvarðans. Könnun á lífsánægju Íslendinga árið 2005
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu Lífsánægjukvarðans (e. Satisfaction with life scale; SWLS) sem metur lífsánægju fólks með almennum hætti. Einnig var kannað hvort ýmsar lýðfræðilegar breytur tengdust lífsánægju Íslendinga árið 2005. Þátttakendur fengust úr tveimur gagnasöfnum. Gagnasafn 1 samanstóð af 327 nemendum í Almennri Sálfræði við Háskóla Íslands þar sem meðalaldur þátttakenda var 26, 4 ár. Gagnasafn 2 var byggt á 5000 manna slembiúrtaki valið úr þjóðskrá. Endanlegur fjöldi þátttakenda í rannsókninni voru 3353 manns þar sem meðalaldur þátttakenda var 41,5 ár. Í megindráttum voru próffræðilegar niðurstöður í takt við niðurstöður erlendra rannsóknar. Þáttagreining atriða í báðum úrtökum gáfu til kynna að dreifingu atriða væri best lýst með einum þætti og reyndist áreiðanleiki listans fullnægjandi. Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar bentu til að íslendingar voru yfirleitt ánægðir með líf sitt árið 2005. Nokkur munur reyndist þó vera á milli lýðfræðilegra hópa, þar sem til dæmis konur voru ánægðari með líf sitt en karlar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að bjartsýni, hjúskaparstaða og vandamálamiðið viðbrögð fólks við streituvaldandi aðstæðum hefðu jákvæð tengsl við lífsánægju. Einnig sýnu niðurstöður fram á að neikvæð tengsl voru á milli lífsánægju og taugaveiklunar. Almennt voru Íslendingar ánægðir með líf sitt og skoðuð að meðaltali hærra (M = 26,18) á lífsánægjukvarðanum en niðurstöður erlendra rannsókna.

Samþykkt: 
  • 7.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7530


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Erla-ritgerd.pdf754.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna