is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7537

Titill: 
 • Lífríki í fjöru við Straum og athugun á TBT mengun í og við Straumsvík
Útgáfa: 
 • Febrúar 2011
Útdráttur: 
 • Umtalsvert álag er oft á lífríki í fjöru í nágrenni við hafnir, m.a. vegna PAH sambanda sem koma úr olíu og vegna efna úr botnmálningu þeirra skipa sem fara um hafnirnar. Lífríki í fjöru var kannað á tveimur sniðum í Straumi sumarið 2007 í nágrenni við hafnarsvæðið. Fjölbreytileiki fjörulífverana reyndist mikill og jókst fjöldi tegunda niður fjöruna. Klóþang var ríkjandi fjöruþörungur á rannsóknasvæðinu. Mikið ferskvatn rennur til sjávar í Straumvík, en ekki voru sjáanleg áhrif þess á fjölbreytileikann.
  Umfang TBT mengunar var metið með könnun á vansköpun hjá nákuðungi (Nucella lapillus). Mengunin lýsir sér í því að getnaðarlimur og sáðrás myndast á kvendýrum nákuðungsins. Farið er eftir alþjóðlegum staðli við greiningu á sáðrásarstigum (VDSI) og stærð á getnaðarlim (RPSI) á sniglum sem var safnað í júní 2007 við höfnina í Straumsvík og í fjörunni í mismunandi fjarlægð frá höfninni. Umtalsverð vansköpun fannst við sjálfa höfnina (VDSI á tveimur stöðvum: 3,5 og 3,8), en vansköpunin minnkaði eftir því sem fjær dróg (VDSI var 0,4 til 2,3).

 • Útdráttur er á ensku

  Considerable stress is often on littoral ecosystems near harbor for example from PAH compounds that come from oil and chemicals from the bottom paint of the ships that pass through the harbor. The intertidal community (algae and invertebrates) was examined on two transects in Straumsvík in June 2007, SW Iceland. The intertidal is fairly shelterd and the dominant algae was Ascophyllum nodosum. Fairly high diversity of invertebrates was seen on both transects. Fresh water runs constantly through Straumsvík but it does not seem to have effects on the diversity of the invertebrates. There is a considerable strain on the communitys near harbors, due to contaminants from anti-fowling paint.
  The degree of imposex (the imposition of male characteristics on female gastropods) exhibited by females of the dogwhelk (Nucilla lapillus), collected in June 2007, was estimated using the Relative Penis Size Index (RPSI) and the Vas Deferens development sequence (VDS), to ascertain the extent of TBT (tributyltin) pollution in and near Straumsvík harbor. All sites showed some degree of imposex development. The most affected areas were inside the harbor, where the VDSI levels were 3.5 and 3.8. The imposex stages were lower outside the harbour (range 0.4-2.3).

Styrktaraðili: 
 • Alcan á Íslandi, Rio Tinto Alcan, ÍSAL Straumsvík
Samþykkt: 
 • 8.2.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7537


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
m_paed_thorhalla_arnardottir_2011.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna