is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7548

Titill: 
  • Endurnýting á húsnæði og byggingarefnum. Skipulag, framkvæmd og árangur
  • Titill er á ensku Reuse of buildings and materials. Planning, constructions and performance
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um greiningu á fjárhagslegri og umhverfislegri hagkvæmni aðferðafræði sem snýr að endurnýtingu á húsnæði og byggingarefnum. Hönnunar- og framkvæmdafræðin á bak við aðferðafræðina er kynnt og arðsemislíkan er notað til að meta fjárhagslega hagkvæmni. Arðsemi fjárfestingar verður samt að skoða út frá víðtækari þáttum eins og umhverfissjónarmiðum og því eru kynnt jákvæð umhverfisáhrif þess að endurnýta húsnæði og byggingarefni. Kynnt eru verkefni sem unnin hafa verið á Ásbrú með þessari aðferðafræði og litið til sambærilegra verkefna erlendis. Standsetning Keilis á húsnæðinu Grænásbraut 910 á Ásbrú er notuð sem rannsóknardæmi til að sýna hvernig hægt sé að meta hagkvæmni aðferðafræðinnar. Niðurstaða verkefnisins er sú að fjárhagslegur ávinningur Keilis af því að endurnýta fyrirliggjandi byggingu og byggingarefni, með þeirri aðferðafræði sem kynnt er í þessari ritgerð, var umtalsverður á móti samanburðarkostum. Ennfremur kemur fram að framkvæmdatími er umtalsvert styttri og að endurnýta húsnæði og byggingarefni er bæði umhverfislega og þjóðhagslega hagkvæmt.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis analyzes the financial and environmental benefits of a specific process for reusing buildings and building materials. A design and construction process for reusing materials and buildings is presented and a discounted cash flow model is used to assess the financial benefits of the process. The return on investment must consider wider factors, such as environmental, therefore the positive environmental effects of the process are introduced. Projects at Ásbrú which have used this process are introduced and similar projects in other countries are reviewed. The renovation of Keilir’s school building at Grænasbraut 910 in Ásbrú is used as a case study to show how the financial benefits of the process can be evaluated. The thesis conclusion is that the financial benefits of Keilir from re-using a building and material, through the process explained in this thesis, was considerable compared to alternative options. Furthermore it is concluded that the construction time is significantly shorter and that the re-use of buildings and materials is environmentally beneficial and decreases total societal cost of the project.

Samþykkt: 
  • 11.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Óli Þór Magnússon -endanlegt eintak.pdf3.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna