is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7550

Titill: 
  • Þróun hvalaskoðunar á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Á þeim tíma þegar ég heimsótti Ísland í fyrsta sinn 1993 var hvalaskoðun ekki til sem ferðamannaafþreying. Þvert á móti voru Íslendingar þekktir fyrir að veiða og snæða hvali. Á seinustu tólf árum hefur hins vegar mikið breyst í ferðaþjónustu hér á landi, hvalaskoðun varð til og þróaðist í árangursríka ferðamannagrein. Nú á dögum er einn kostur Íslands í augum erlendra ferðamanna, fyrir utan ósnortna náttúru, góð skilyrði til hvalaskoðunar og Húsavík er aðallega kennd við hana. Töluvert margir erlendir ferðamenn gefa hvalaskoðun gaum í ferðaskipulagningu sinni og erlendir ferðaskipuleggjendur leggja áherslu á að skapa rými fyrir hvalaskoðunarferðir í pakkaferðum. Ferðamenn sýndu greinilega hvalaskoðun sífellt meiri áhuga frá ári til árs. Árið 2003 urðu, í mínum huga, þáttaskil í greininni þegar Íslendingar hófu hvalveiðar á ný. Hvalveiðar Íslendinga vöktu mig svo og ferðamennina til umhugsunar um hvernig Íslendingar geta sameinað tvær algjörlega ólíkaratvinnugreinar eins og hvalaskoðun og hvalveiði. Þar sem umræðan hefur verið ofarlega á baugi í fjölmiðlunum að undanförnu og ég nátengd efninu fannst mér ég hafa fundið rétta efniviðinn fyrir lokaritgerðina sem til stóð að skrifa. Það sem einnig réð úrslitum var að, í mínum augum, hefur Ísland þróast á ótrúlegan hátt frá því að vera hvalveiðiþjóð í þjóð sem nýtir sér nú á dögum hvalaskoðun. Við þetta þróunarferli virðist mér, sem utanaðkomandi, tvennt vera óvenjulegt og sérstakt. Í fyrsta lagi er það þversögnin sem myndast með því að hvalveiðiþjóð stundi hvalaskoðun. Þrátt fyrir það að Íslendingar hafi á öllum tímum, frá því þeir uppgötvuðu hvalveiði sem arðbæran atvinnuveg, barist fyrir réttinum til að veiða hvali virðast þeir allt í einu sýna dýraverndunarhyggju með því að stunda hvalaskoðun. Þróun þversagnarinnar náði hámarki þegar Íslendingar hófu hvalveiðar á nýjan leik þó að hvalaskoðun hefði þá þegar verið orðin mikilvæg afþreyingargrein í ferðaþjónustunni. Þannig kom í ljós að þjóðin var ekki lengur sömu skoðunar á nýtingu hvala og hún er smátt og smátt að klofna í afstöðu sinni til hvalveiða og hvalverndunar. Spurningin er: Hvað olli hugarfarsbreytingu sumra Íslendinga sem
    vilja nú á dögum heldur stunda hvalaskoðun en hvalveiðar.
    Í öðru lagi er orsök þess að hvalaskoðun náði að festast í sessi á
    ferðamarkaðnum hérlendis mjög áhugaverð. Greinin þróaðist einnig á mjög óvenjulegan hátt og vakna þá spurningar um ástæður þess. Þar að auki tel ég það vera mjög merkilegt að hvalaskoðun sem ferðamannaafþreying beri meiri árangur en margar aðrar afþreyingargreinar ferðaþjónustunnar.
    Í ritgerðinni velti ég fyrir mér þessum spurningum og hugmyndin er að lýsa þróunarferli hvalveiða yfir í hvalaskoðun og túlka það sem þar á sér stað. Fyrsti kafli er yfirlit yfir hvalveiðar í alþjóðlegu samhengi með tilliti til hvalveiða Íslendinga og
    hvalveiðar við Íslandsstrendur. Hann er forsenda þess að við skiljum hlutverk hvalveiða í íslenskri menningu. Í öðrum kafla er lýst upphafi og þróun hvalaskoðunar og er grein gerð fyrir ýmsum þáttum sem lýsa ferlinu fyrir utan staðreyndir um tölur
    og vöxt hvalaskoðunar, þættir sem höfðu áhrif á þróun hvalaskoðunar á ýmsan hátt. Fram kemur hér meðal annars hve sérkennileg þróun hvalaskoðunar varð. Kaflinn og
    einstakir þættir hans eru túlkaðir með hliðsjón af spurningum um orsök þess að hvalaskoðun festi rætur hérlendis og með hliðsjón af atriðum sem hugsanlega höfðu áhrif á árangur hvalaskoðunar. Einnig er tekið mark á stöðu hvalaskoðunar sem atvinnugrein.

Samþykkt: 
  • 14.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7550


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun hvalaskoðunar á Íslandi-11-litir.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna