Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7551
Tilgangur fasteignamats er að vera nokkurs konar mælikvarði á söluverðmæti allra seldra íbúða á markaði og er notað í margvíslegum tilgangi. Til dæmis nota sveitarfélögin fasteignamatið til að reikna álagningu fasteignagjalda. Hingað til hefur verið gengið útfrá því að borguð séu fasteignagjöld með tilliti til kaupmáttar hvers íbúðareiganda. Hlýtur því að teljast afar mikilvægt að útreiknað fasteignamat endurspegli á sem nákvæmastan hátt rétt verðmæti íbúðarhúsnæðis hverju sinni. Til þess að svo geti orðið þarf að beita nýjustu og bestu líkönum hvers tíma við gerð fasteignamats.
Verkefnið fólst í að betrumbæta fasteignamatslíkan Þjóðskrár Íslands frá árinu 2010 fyrir fjölbýli höfuðborgarsvæðisins. Líkanið er margvítt aðhvarfslíkan og byggir á gögnum um seldar eignir yfir tímabilið 2004 til 2010. Sérstakri athygli var beint að tímaleiðréttingu gagnanna. Mismunur spáðs verðs líkans Þjóðskrár og tímaleiðrétts söluverðs felur í sér mismunandi leitni og var tímaleiðréttingin endurbætt þannig að mismunurinn yrði sem næst núlli yfir allt tímabilið. Einnig var kannað hvort einhverjar kerfislægar breytingar hafi átt sér stað á íbúðamarkaðnum á tímabilinu. Með því að tímaskipta hinum ýmsu breytum líkansins eftir mimsunandi tímabilum var kannað hvort mætti bæta spágetu líkansins með tilliti til þessara breytinga. Mynduð voru fjölmörg ný líkön með tímaskiptum breytum og "jackknife" aðferð beitt til að skera úr um hvert þeirra hafi bestu spágetuna. Niðurstaðan var sú að bæta megi tímaleiðréttinguna talsvert auk þess sem tímaskiptar breytur bæta spágetuna.
Leiðbeinandi Jóns Árna var Birgir Hrafnkelsson, fræðimaður við Raunvísindastofnun og meðleiðbeinandi Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Fulltrúi deildar er Guðmundur R. Jónsson.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Jón Árni - M.Sc. verkefni - 10. febrúar 2011.pdf | 3.71 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |