is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7555

Titill: 
  • Hrossabeit í skógræktargirðingu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Uppsöfnun á sinu er víða talið vandamál í skógrækt, þar sem ungar trjáplötur eiga í harðri samkeppni við grasið. Beit hrossa hefur verið nefnd sem aðferð við að halda grasvexti niðri í skógræktargirðingum, en hættan hefur verið að hrossin bitu einnig trjáplönturnar. Skemmdir á trjáplöntum við að beita hrossum í skógræktargirðingu voru skoðaðar á Brimnesi í Skagafirði sumarið 2003. Hrossunum var beitt þrjú tímabil, í júní, júlí og ágúst og skemmdir á trjáplöntum skráðar. Hrossin skemmdu mest af tröllavíði og bitu hann öll tímabilin en létu aðrar víðitegundir að mestu vera. Lerki skemmdu þau nær eingöngu fyrsta tímabilið(júní). Stafafuru skemmdu hrossin mjög lítið og aðeins í júní og júlí. Grenið var alveg látið í friði öll tímabilin. Samkvæmt niðurstöðum þessarar fyrstu rannsóknarinnar virðist betra að beita hrossum í skógræktargirðingar seinnipart sumars (ágúst) ef að það er ekki tröllavíðir til staðar í girðingunni. Því að í ágúst bitu hrossin engar trjátegundir nema tröllavíði. Beit í skógræktargirðingum krefst þó mikils eftirlits og góðrar beitarstjórnunar en þörf er á frekari rannsóknum á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 14.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrossabeit i skograektargirdingu_Steinunn_loka.pdf323.61 kBOpinnPDFSkoða/Opna