is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7558

Titill: 
 • Köfunarlífeðlisfræði langvíu (Uria aalge), stuttnefju (Uria lomvia) og lunda (Fratercula arctica)
 • Titill er á ensku The diving physiology of common murre (Uria aalge), thick-billed murre (Uria lomvia) and atlantic puffin (Fratercula arctica)
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Svartfuglar tilheyra hóp fugla sem kafa af yfirborði sjávar í leit sinni af fæðu og nota vængina til að knýja sig áfram við köfun. Þar sem fuglar geta ekki nýtt sér súrefni úr sjó þá takmarkast köfunartími þeirra við þær súrefnisbirgðir sem þeir taka með sér í kaf. Súrefnisbirgðir er helst að finna í þremur formum hjá fuglum; loft í öndunarfærum, tengt hemóglóbíni í blóði og mýóglóbíni í vöðvum. Á Íslandi verpa fimm tegundir svartfugla og eru stofnar flestra þessara tegunda hér á landi mjög stórir og er Ísland þeim mikilvægur varpstaður.
  Markmið þessa verkefnis var að mæla súrefnisbirgðir þriggja tegunda svartfugla og bera hann saman við mældan köfunartíma til að sjá hvort köfun þeirra sé að mestu bundin súrefni eða hvort líklegt sé að þær nýti sér súrefnissnauð efnaferli að einhverju marki í kafi.
  Það sem einkennir helst blóð- og mýóglóbíngildi svartfugla er hve há þau eru, en þau eru áberandi hærri en hjá flestum tegundum fugla sem kafa ekki. Stærstur hluti súrefnisbirgða svartfugla er að finna í öndunarfærum en næstmest er í blóði. Útreiknaðar nýtanlegar súrefnisbirgðir eru 52,3 ml/kg hjá langvíu, 51,2 ml/kg hjá stuttnefju og 52,5 ml/kg hjá lunda og svipar þessum niðurstöðum mjög til annarra sambærilegra rannsókna.
  Erfitt er að reikna út hve lengi súrefnisbirgðir svartfugla endast í kafi, enda er ómögulegt að mæla efnaskipti í frjálsum kafandi svartfugli. Ef miðað er við grunnefnaskipti þá bendir flest til þess að langvía og stuttnefja þurfi að notast að einhverju leyti við súrefnissnauð efnaferli við lengstu kafanir. Hvort þeir auki áherslu á mjólkursýrumyndun er enn óljós. Aðrir möguleikar sem þeir hafa er að takmarka blóðflæði til líffæra og að auki gætu fosfókreatínbirgðir verið mikilvægir orkugjafar. Mörgum spurningum er enn ósvarað um lífeðlisfræðina á bak við köfun svartfugla en með tímanum fáum við vonandi svör við þessum spurningum svo skilningur okkar aukist á því hvað gerir þessa fugla að svo miklum köfurum sem þeir eru.

Samþykkt: 
 • 15.2.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7558


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Köfunarlífeðlisfræði langvíu, stuttnefju og lunda_Páll Jónbjarnarson.pdf583.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna