Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7566
Undanfarin misseri hafa miklar umræður og deilur átt sér stað á Alþingi jafnt sem íslensku samfélagi, um ráðherraábyrgð og réttmæti ákæru á hendur fyrrverandi ráðherrum. Verður í
þessari ritgerð fjallað um ákæruna á hendur fyrrverandi forsætisráðherra, Geir Hilmari Haarde og aðdraganda hennar. Megininntak ritgerðarinnar er á þær greinar sem fyrrverandi
forsætisráðherra er gert að sök að hafa brotið gegn með tilliti til skýrleika refsiheimilda.
Einnig er þó vikið að öðrum þáttum tengdum ákærunni, er kunna að vekja efasemdir um réttmæti hennar. Skoðuð lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm, skrif íslenskra fræðimanna um skýrleika refsiheimilda og íslenskir dómar er fjalla um skýrleika refsiheimilda. Þar sem aldrei hefur reynt á íslensk lög um ráðherraábyrgð né lög um landsdóm, er horft til þess hvernig slíku er háttað í Danmörku og Noregi, ásamt því að skoðaðir eru nokkrir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu, er víkja að skýrleika refsiheimilda.
Niðurstöður ritgerðarinnar hníga að því að þær greinar sem fyrrverandi forsætisráðherra er gefið að sök að hafa brotið gegn, standist kröfur sem gerðar eru til skýrleika refsiheimilda. Þá standist skipan dómara í landsdómi 1. mgr. 70. gr. stjskr. Kosning Alþingis um að ákæra einungis fyrrverandi forsætisráðherra, hafi óneitanlega pólitískan blæ yfir sér og spurning hvort það brjóti gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjskr. Með Hrd. 491/2007 er þó ljóst að þó sumir ráðherrar hafi komist upp með lögbrot muni það ekki leiða til sýknu fyrrverandi
forsætisráðherra. Mesti vafinn leikur á hvort 22. gr. ldl., er kveður á um að rannsókn ákveðinna atriða geti farið fram fyrir héraðsdómi, uppfylli 145. gr. sml. um að rannsókn sé að
fullu lokið áður en ákvörðun er tekinn um ákæru og 111. gr. sml. um milliliðalausa sönnunarfærslu. Við mat á því munu dómstólar væntanlega líta til sérstöðu ráðherraábyrgðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sýnilegt.pdf | 293.11 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
Ekki Sýnilegt.pdf | 488.1 kB | Lokaður | Meginmál |